Hlíðarbraut 10 hífð af grunni sínum árið 1982. Heimild: Sumir kölluðu þetta bjartsýnishöll (1985, 31. janúar). Vikan, 47. árg., 5. tbl., bls. 4.
Hlíðarbraut 10 hífð af grunni sínum árið 1982. Heimild: Sumir kölluðu þetta bjartsýnishöll (1985, 31. janúar). Vikan, 47. árg., 5. tbl., bls. 4.

Suðurgata 53a, Hafnarfirði

Byggingarár: ≈ 1909
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: P. J. Thorsteinsson & Co. ?
Aðrir eigendur:
1909: Guðmundur Hjaltason og Hólmfríður Margrét Björnsdóttir ?
1912: Jón Bergþórsson og Valgerður Vigfúsdóttir / Jóna Ásgeirsdóttir
1982: Valdimar Erlingsson og Unnur Þórðardóttir
Upphafleg staðsetning: Austurhamar 3, síðar Hlíðarbraut 10, Hafnarfirði
Flutt: 1982 að Suðurbraut 53a, Hafnarfirði
Hvernig flutt: Í heilu lagi
Suðurgata 53a 3

Eldhúsið, sem Valdimar sagðist hafa smíðað í flýti áður en fjölskyldan flutti í húsið. Heimild: Sumir kölluðu þetta bjartsýnishöll (1985, 31. janúar). Vikan, 47. árg., 5. tbl., bls. 6.

Suðurgata 53a

Saga:

Húsið sem nú stendur við Suðurgötu 53a í Hafnarfirði stóð áður við Austurhamar 3 í Hafnarfirði, sem um 1930 varð Hlíðarbraut 10.

Eigendasaga hússins er eilítíð óljós. Guðmundur Hjaltason (1853-1919) er fyrstur manna skráður að Austurhamri 3 árið 1909. Þegar manntal var tekið árið 1910 er Guðmundur Hjaltason sagður búa í húsi P. J. Thorsteinsson & Co., ásamt eiginkonu sinni Hólmfríði Margréti Bjarnadóttur (1870-1948) og tveimur dætrum þeirra. Atvinna Guðmundar er sögð vera jarðyrkja og fræðsla. Þau hjón byggðu síðan hús árið 1915 við Hamarsbraut í Hafnarfirði sem lesa má um hér.

Árið 1912 er Jón Bergþórsson (f. 1881) sagður hafa eignast húsið og búið í því til dauðadags 16. desember 1962. Þegar húsið var brunavirt árið 1917, þegar það var í eigu Jóns, var fyrirtækið P. J. Thorsteinsson & Co. sagður síðasti eigandi þess og er því líklegt að fyrirtækið hafi átt húsið meðan Guðmundur bjó í því.1Rósa Karen Borgþórsdóttir, Byggðasafni Hafnarfjarðar (2020, 7. september). Tölvupóstur; Sig. Gíslason (1962, 28. desember). Minningarorð: Jón Bergþórsson. Alþýðublaðið, 43. árg., 286. tbl., bls. 13; Manntal 1910. Sótt 8. júní 2024 af https://manntal.is/. Þá, þ.e. 1917, var húsinu lýst þannig:

Íbúðarhúsið er einlyft með risi 1 m. Því er skipt í tvær stofur og eldhús. Klætt með panel og málað. Undir öllu húsinu er kjallari sem notaður er til geymslu. Við austurhlið er skúr með vatnshalla. Það er notað til inngöngu í húsið. Geymsluskúr við austurhlið hússins með vatnshallaþaki. Gripahús með vatnshalla þaki. Við noðruhlið gripahússins er heygeymsluhús einlyft með risi 1.25m. Grunnflötur:6.40 m x 5.20 m.Hæð 2.50 m.Gluggar: 5.Eldavél: 1.Ofnar: 1.2Húsakönnun Suðurbær (2013), bls. 31.

Árið 1900 hóf Pétur J. Thorsteinsson frá Bíldudal

… stórfellda útgerð og fiskverkun frá Hafnarfirði. Gerði hann út fimm kúttera, Haganes, Hvassanes, Kópanes, Langanes og Sléttanes, en einnig minni þilskip. Eignir Péturs í Hafnarfirði gengu árið 1907 eins og aðrar eignir hans inn í nýtt stórfyrirtæki
sem hann stofnaði með fjármálamönnum í Kaupmannahöfn og Thor Jens[en] í Reykjavík. Var fyrirtækið nefnt eftir Pétri, en gekk annars ætíð undir nafninu Milljónafélgið. Það var stórveldi í fiskiðn og útgerð hér við land og starfaði í Viðey, á Patreksfirði og Bíldudal, auk Hafnarfjarðar. Rekstur þess gekk þó ekki sem skyldi og lognaðist það út af í byrjun fyrri heimstyrjaldar. Pétur Thorsteinsson andaðist í Hafnarfirði árið 1929, nær eignalaus, eftir langan og viðburðarríkan feril. Hann var án efa einhver auðugasti íslendingur sem uppi var um síðustu aldamót.3Sigurður Pétursson (1986, 1. ágúst). Hafnarfjörður – Útgerðarbær -, bls. 468. Ægir, rit Fiskifélags Íslands, 79. árg., 8. tbl., bls. 450-490.

Síðar var byggður skúr aftan við húsið við Hlíðarbraut, sem þjónaði ýmist sem hesthús, bakarí og baðherbergi. Einnig var byggð forstofa við húsið og árið 1947 var þakinu lyft og settir heilir kvistir á það báðum megin.[3] Ekki er ósennilegt að Ásmundur Jónsson bakarameistari hafi rekið bakaríið í húsinu, því hann var tengdasonur Valgerðar Jóhömmu Vigfúsdóttur (1868-1933) fyrri eiginkonu Jóns, eiginmaður Guðnýjar Kristínar (1898-1937), sem Valgerður hafði eignast með fyrri manni sínum sem hún missti, og Jón gekk í föður stað.

Árið 1982 þurfti húsið að víkja vegna byggingaframkvæmda við St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði. Þá keyptu hjónin Valdimar Erlingsson og Unnur Þórðardóttir húsið og fluttu það að Suðurgötu 53a í Hafnarfirði og hófust handa við endurbyggingu hússins innan sem utan, sem Valdimar á allan veg og vanda að enda trésmíðameistari.4Sumir kölluðu þetta bjartsýnishöll (1985, 31. janúar). Vikan, 47. árg., 5. tbl., bls. 4-7.5Þess má geta að Valdimar hefur staðið að flutningi fleiri húsa, sem fjallað er um á þessum vef, m.a. Hellisgötu 26, Hafnarfirði; Álagranda 4, Reykjavík; og Strandgötu 5, Stokkseyri.

 

Leitarorð: Hafnarfjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 8. júní, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 8. júní, 2024