Ég vil þakka öllum þeim sem lagt hafa mér lið við gerð vefsins „Með hús í farangrinum“.
Ég hef haft samband við aragrúa heimildamanna, m.a. núverandi og fyrrverandi eigendur og íbúa húsanna sem hér er fjallað um, sem hafa undantekningarlaust tekið mér vel og aukið vitneskju mína um húsin og flutning þeirra.
Einnig vil ég þakka starfsfólki þeirra bókasafna, ljósmyndasafna og byggðasafna sem ég hef leitað til, sem sýnt hefur einstaka þolinmæði og langlundargeð. Sérstaklega vil ég þó nefna þær Drífu Kristínu Þrastardóttur og Önnu Lísu Guðmundsdóttur á Borgarsögusafni og Rósu Karen Borgþórsdóttur sem vinnur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Án aðstoðar þeirra væri vefurinn ekki svipur hjá sjón og framlag þeirra hefur verið mér afar mikils virði.
Ég vil líka þakka manninum mínum sem tekið hefur að sér hlutverk „lesvélar“ síðan kynni okkar hófust.
„Vefarinn minn“, hann Garðar Garðarsson, hefur líka hjálpað mér mikið og sýnt mér mikla þolinmæði.
TAKK ÖLL.
Guðlaug Vilbogadóttir