Hér mun ég leita aðstoðar ykkar við að fá upplýsingar sem mig vantar.
Veit einhver hvaða hús er hér verið að flytja?
Um þessar myndir segir á myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur:
Mánaðarmótin júní / júlí 1957, íbúðarhús á flutningavagni. Hafnarfjarðarvegur í Fossvogi, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Eigandi hússins Ólafur Malberg Sigurjónsson ætlaði að flytja húsið frá Reykjavík til Kópavogs en yfirvöld í Kópavogi stöðvuði flutninginn því þau töldu eigandan ekki vera búin að afla tilskilinna leyfa. Gæti verið timburhús sem stóð áður í gamla vesturbæ Reykjavíkur, Bræðraborgarstígur 15.
Ljósmyndari: Gunnar Rúnar Ólafsson (1917-1965).
Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Myndavegur. Myndir nr. GRÓ 007 017 1-1.jpg og GRÓ 007.017 2-1.
Hvítárós – Hóllinn, Borgarfirði
Veit einhver hvar hægt er að finna mynd af íbúðarhúsi, sem flutt var að Hvítárósi í Borgarfirði árið 1885. Húsið var byggt við Skúlagötu í Borgarnesi fjórum árum áður. Það var Daníel Fjeldsted sem flutti húsið en hann bjó í Hvítárósi með konu sinni, Sigurlaugu, í fjóra áratugi. Bærinn fór í eyði 1925, en hversu lengi húsið stóð er óljóst. Veit það einhver?
Árbakki – Hlíð, Hlíðarvegi 13, Siglufirði
Veit einhver hvar er að finna mynd af Árbakka meðan húsið stóð í landi Efri-Skútu?
Hér má sjá umfjöllun um húsið.
Ás, Vopnafirði
Allar upplýsingar um húsið eru vel þegnar, t.d. hvenær það var byggt og hver urðu örlög þess og hvenær.
Hér má sjá umfjöllun um húsið.
Aðalstræti 22, Þingeyri
Þekkir einhver sögu hússins meðan það var í Haukadal? T.d. hvenær það var byggt, hver byggði það og hverjir bjuggu í því?
Gaman væri að fá mynd af húsinu í Haukadal.
Hér mjá sjá umfjöllun um húsið.
Tröllavegur 4, Neskaupstað
Allar upplýsingar um húsið sem stendur við Tröllaveg 4 í Neskaupstað eru vel þegnar. Sérstaklega væri fróðlegt að fá að vita eitthvað um húsið meðan það var í Mjóafirði.