Aðalstræti 22, Þingeyri
Saga:
Húsið sem nú stendur við Aðalstræti 22 á Þingeyri er sagt byggt árið 1920 í Fasteignaskrá Íslands. Það mun þó vera eldra, því það ár flutti Jón Jónsson skipstjóri húsið utan úr Haukadal og inn á Þingeyri og setti það niður á þessum stað. Í Haukadal nefndist húsið Holt. Jón mun hafa búið einhver ár í húsinu í Haukadal áður en hann flutti það um set. Eftir að húsið var gert upp árið 2006 gaf núverandi eigandi því nafnið Holtsendi.1Þórir Guðmundsson, Þingeyri (2010, 1. nóvember). Munnleg heimild; Þórir Guðmundsson, Þingeyri (2010, 4. nóvember). Tölvupóstur. Á skilti á húsinu stendur nú (2011) nafnið Litlaholt.
Hús þetta var eitt af svokölluðum Holtshúsum í Haukadal, sem stóðu sunnan við Seltjörnina2Lárus Hagalínsson (2022, 15. júlí). Mynd að láni, Litlaholt á Þingeyri … Facebook. Sótt 9. febrúar 2023 af https://www.facebook.com/groups/451534502306768/?hoisted_section_header_type=recently_seen&multi_permalinks=1204449367015274 (t.d. Vésteinsholt og Brautarholt, sem enn standa). Um aldamótin 1900 var fjölmennt í Haukadal og svolítið þorp varð til. Haukadalur hlaut verslunarréttindi árið 1892 og um tíma störfuðu þar tvær smáverslanir. Haukadalsbót var löggilt sem höfn, frystihús byggt sem seldi síld til beitu og allmikil útgerð var þar um skeið, sem dró að þurrabúðarfólk. Kvenfélagið reisti myndarlegt samkomuhús árið 1936. Barnaskóli var byggður 1885 og nýtt skólahús reist 1911 og starfaði skóli í dalnum fram að sjöunda áratug síðustu aldar þegar hann var lagður af vegna fólksfæðar.3Bjarni Guðmundsson (1996, 3. febrúar). Í Haukadal við Dýrafjörð. Lesbók Morgunblaðsins, bls. 1-2; Kristján G. Þorvaldsson (1951). Vestur-Ísafjarðarsýsla. Árbók Ferðafélags Íslands MCMLI. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
Leitarorð: Haukadalur – Dýrafjörður
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 14. desember, 2023
Heimildaskrá
- 1Þórir Guðmundsson, Þingeyri (2010, 1. nóvember). Munnleg heimild; Þórir Guðmundsson, Þingeyri (2010, 4. nóvember). Tölvupóstur.
- 2Lárus Hagalínsson (2022, 15. júlí). Mynd að láni, Litlaholt á Þingeyri … Facebook. Sótt 9. febrúar 2023 af https://www.facebook.com/groups/451534502306768/?hoisted_section_header_type=recently_seen&multi_permalinks=1204449367015274
- 3Bjarni Guðmundsson (1996, 3. febrúar). Í Haukadal við Dýrafjörð. Lesbók Morgunblaðsins, bls. 1-2; Kristján G. Þorvaldsson (1951). Vestur-Ísafjarðarsýsla. Árbók Ferðafélags Íslands MCMLI. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
Deila færslu
Síðast uppfært 14. desember, 2023