Íbúðarhúsið í Eskifirði, um 1925. Heimild: Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971), bls. 101. Sögurit Eskfirðinga I. bindi. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar.
Íbúðarhúsið í Eskifirði, um 1925. Heimild: Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971), bls. 101. Sögurit Eskfirðinga I. bindi. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar.

Eskifjörður í Eskifirði

Heiti: Eskifjörður
Byggingarár: 1904
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Hval-Industri Aktieselskabet Island
Aðrir eigendur:
1917: Björgólfur Runólfsson og Sigríður V. Sigurðurdóttir
Upphafleg staðsetning: Svínaskálastekkur við Eskifjörð
Flutt: 1917 að býlinu Eskifirði í Eskifirði
Eskifjörður 3

Býlið Eskifjörður. Heimild: Ljósmyndasafn Eskifjarðar. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.facebook.com/photo/?fbid=686693194675365&set=a.686369378041080.

Eskifjörður 2

Íbúðarhúsið í Eskifirði, um 2004. Heimild: Hjörleifur Guttormsson (2005). Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Árbók Ferðafélag Íslands 2005, bls. 42. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.

Saga:

Hval-Industri Aktieselskabet Island var eina hvalfélagið sem að meiri hluta var rekið fyrir danskt fé þó stór hluthafi í félaginu væri Ásgeir G. Ásgeirsson stórkaupmaður á Ísafirði. Félagið reisti hvalveiðistöð á Uppsalaeyri í Seyðisfirði vestra árið 1897 (sjá þessa umfjöllun). Árið 1903 flutti félagið sig um set því staðsetningin var óhagkvæm og langt að draga hvalinn auk minnkandi hvala­gengdar við Vestfirði. Starfsemin var flutt á Svínaskálastekk við Eskifjörð (rúma tvo kílómetra fyrir utan (austan) ystu húsin í Eskifjarðarkaupstað, þar sem stöðin tók til starfa árið eftir.1Trausti Einarsson (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939. Sagnfræðirannsóknir Sagn­fræði­stofununar Háskóla Íslands 8.  bindi, bls. 55-56 og 89-90. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningar­sjóðs; Jón Þ. Þór (2003). Hval- og síldveiðar Norðmanna við Ísland, bls. 102. Í Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen og Magnús Skúlason ritnefnd, Af norskum rótum – gömul timburhús á Íslandi, bls. 91-103. Reykjavík: Mál og menning; Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (2003). Ísafjörður og Vestfirðir – miðstöð hvalveiða, bls. 238-239 og 249. Í Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen og Magnús Skúlason ritnefnd, Af norskum rótum – gömul timburhús á Íslandi, bls. 227-249. Reykjavík: Mál og menning; Tønnesen, J. N. (1981). Hvalveiðar í Norðurhöfum 1883-1914, bls. 55. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 1981, bls. 15-68. Skúli Jensson þýddi, Jón Þ. Þór bjó til prentunar. Stöðin var starfrækt þar í átta sumur. Árið 1916 voru mannvirkin rifin, „mörg húsanna endurreist í kauptúninu og íbúðarhúsið sem enn stendur í Eskifirði þaðan komið.“2Hjörleifur Guttormsson (2005). Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Árbók Ferðafélag Íslands 2005, bls. 52. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.

Hluti af starfsmannahúsi hvalstöðvarinnar var fluttur að býlinu Eskifirði og notað þar sem íbúðarhús. Hinn hlutann gerði Karl Jónsson bankamaður að íbúðarhúsi í kaupstaðnum. Pakkhúsið gerði Halldór Árnason að sjóhúsi á Eskifirði. Birgðaskemman var einnig gerð að sjóhúsi á Eskifirði, sem nefnt var Svölusjóhús. Evesenshús (væntanlega íbúðarhús stöðvar­stjórans), var endurreist á Svínaskála. Síðar var það rifið og viðirnir notaðir í svokallað Snæfellshús í Framkaupstað á Eskifirði. Annað starfsmannahús var ekki flutt, en var lengi notað sem sjóhús á Stekk. Púðurgeymsluna flutti Tómas P. Magnússon á Eskifjörð og notaði sem lifrarbræðslu. Ketilhúsið var flutt yst í þorpið á Eskifirði og notað sem sjóhús, svonefnt Kallasjóhús. Matvælageymslan var endurreist neðan við Klif á Eskifirði og húsið nefnt Klifstaður, notað sem sjóhús eða geymsluhús.3Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971), bls. 16-17. Sögurit Eskfirðinga I. bindi. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar; Kristín Ágústsdóttir (2001, maí). Byggingarár húsa á Eskifirði, bls. 16. Unnið fyrir Veðurstofu Íslands. Neskaupstað: Náttúrustofa Austurlands. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/haettumat/es/eskifj_byggingarar.pdf.

Íbúðarhúsið í Eskifirði stendur enn (2024). Í Fasteignaskrá Íslands er það sagt byggt 1917, en það ár hefur það væntanlega verið endurreist á jörðinni.4Hjörleifur Guttormsson (2005), bls. 42.

Þegar húsið var flutt í Eskifjörð bjuggu þar hjónin Björgólfur Runólfsson (1880-1960) og Sigríður Vilhelmína Sigurðardóttir (1858-1960). Þegar þau létust tóku börn þeirra við jörðinni.

Húsið var ein hæð á steyptum kjallara með rishæð. Sex herbergi voru í risi, fjögur herbergi á jarðhæð og gangur og einnig fjögur herbergi í kjallara og gangur. Stærð þess var 380 m³.5Ármann Halldórsson, Sigmar Magnússon og Þorsteinn Bergsson (1974). Sveitir og jarðir í Múlaþingi, III. bindi, bls. 128. Búnaðarsamband Austurlands

Björgólfur hóf búskap á Eskifjarðarbýlinu árið 1906, fyrst með móður sinni, en árið 1917 kvæntist hann Sigríði. Um langt skeið seldi Björgólfur mjólk í kauptúninu og gekk á hverjum degi út í kauptún með mjólk á brúsum og í flöskum sem hann batt á sig eftir kústarinnar reglum svo færi sem best. Eskifjarðarheimilið þótt stórbrotið og þangað var litið með virðingu, bæði vegna hins reisulega húss sem þar, sem þótti höllu líkast, en einnig vegna þeirra höfðingja sem þar bjuggu. Hjónin voru bæði annáluð fyrir gestrisni, búmennsku og hlýlegt viðmót.6Árni Helgason (1960, 6. ágúst). Björgólfur Runólfsson. Minningarorð. Morgunblaðið, 47. árg., 176 tbl., bls. 17; Árni Helgason (1960, 30. mars). Sigríður í Eskifirði. Morgunblaðið, 47. árg., 75. tbl., bls. 21.

 

Leitarorð: Eskifjörður – Svínaskálastekkur

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. apríl, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Trausti Einarsson (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939. Sagnfræðirannsóknir Sagn­fræði­stofununar Háskóla Íslands 8.  bindi, bls. 55-56 og 89-90. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningar­sjóðs; Jón Þ. Þór (2003). Hval- og síldveiðar Norðmanna við Ísland, bls. 102. Í Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen og Magnús Skúlason ritnefnd, Af norskum rótum – gömul timburhús á Íslandi, bls. 91-103. Reykjavík: Mál og menning; Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (2003). Ísafjörður og Vestfirðir – miðstöð hvalveiða, bls. 238-239 og 249. Í Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen og Magnús Skúlason ritnefnd, Af norskum rótum – gömul timburhús á Íslandi, bls. 227-249. Reykjavík: Mál og menning; Tønnesen, J. N. (1981). Hvalveiðar í Norðurhöfum 1883-1914, bls. 55. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 1981, bls. 15-68. Skúli Jensson þýddi, Jón Þ. Þór bjó til prentunar.
  • 2
    Hjörleifur Guttormsson (2005). Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Árbók Ferðafélag Íslands 2005, bls. 52. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
  • 3
    Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971), bls. 16-17. Sögurit Eskfirðinga I. bindi. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar; Kristín Ágústsdóttir (2001, maí). Byggingarár húsa á Eskifirði, bls. 16. Unnið fyrir Veðurstofu Íslands. Neskaupstað: Náttúrustofa Austurlands. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/haettumat/es/eskifj_byggingarar.pdf.
  • 4
    Hjörleifur Guttormsson (2005), bls. 42.
  • 5
    Ármann Halldórsson, Sigmar Magnússon og Þorsteinn Bergsson (1974). Sveitir og jarðir í Múlaþingi, III. bindi, bls. 128. Búnaðarsamband Austurlands
  • 6
    Árni Helgason (1960, 6. ágúst). Björgólfur Runólfsson. Minningarorð. Morgunblaðið, 47. árg., 176 tbl., bls. 17; Árni Helgason (1960, 30. mars). Sigríður í Eskifirði. Morgunblaðið, 47. árg., 75. tbl., bls. 21.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. apríl, 2024