Pakkhúsið sem Höepfner lét flytja suður yfir læk. 
Hluti af mynd sem tekin var 1907.
Jón Hjaltason (1994). Saga Akureyrar. Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905. II. bindi, bls. 27. Akureyri: Akureyrarbær.
Pakkhúsið sem Höepfner lét flytja suður yfir læk. Hluti af mynd sem tekin var 1907. Jón Hjaltason (1994). Saga Akureyrar. Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905. II. bindi, bls. 27. Akureyri: Akureyrarbær.

Pakkhús Höepfners, Akureyri

Byggingarár: 1860-1862
Brann: 1912
Upphafleg notkun: Pakkhús
Fyrsti eigandi: H. P. Tærgesen kaupmaður
Aðrir eigendur:
1864: Carl J. Höepfner kaupmaður
Upphafleg staðsetning: Hafnarstræti 19, Akureyri
Flutt: 1864 að Hafnarstræti 15, Akureyri

Saga:

H.P. Tærgesen kaupmaður fékk Þorstein Daníelsson smið frá Skipalóni til að byggja fyrir sig stórt pakkhús á verslunarlóð sinni fyrir norðan læk um 1860, þar sem nú er lóð númer 19 við Hafnarstræti á Akureyri. Tærgesen drukknaði á leið frá Akranesi til Reykjavíkur árið 1862 og í kjölfarið keypti Carl J. Höepfner kaupmaður  húsið ásamt fleiri húsum Tærgesens (sjá: Verslunarhús Höepfners) og lét flytja „suður yfir lækinn“.1Klemens Jónsson (1948). Saga Akureyrar, bls. 79 og 110. Akureyri: Akureyrarkaupstaður; Jón Hjaltason (1994). Saga Akureyrar. Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905. II. bindi, bls. 27. Akureyri: Akureyrarbær Það var þó ekki flutt langt því þær verslunarlóðir sem Höepfner lagði undir sig voru rétt sunnan við lækinn (u.þ.b. þar sem lóð númer 15 við Hafnarstræti er nú, 2023), en þrátt fyrir það var húsaflutningurinn vandasamur, en húsið varð hluti af húsasamstæðu Gudmanns Efterfölger.2Hjörleifur Stefánsson (1986). Akureyri. Fjaran og innbærinn. Byggingarsaga, bls. 21-22, 120-121 og 123. [Reykjavík:] Torfusamtökin; Jón Hjaltason (1990). Saga Akureyrar. Í landi Eyrarlands og Nausta 890-1862. I. bindi, bls. 154-155. Akureyri: Akureyrarbær. Ekki er víst að búið hafi verið í húsinu, en það þykir sennilegt að í því hafi verið einhverjar vistarverur því húsið var stórt, á því margir gluggar og algengt að verslunarsveinar hefðu afdrep í verslununum.

Höepfner keypti einnig eignir félagsins Örum & Wulff árið 1866, ári síðar verslunarhús sem Páll Johnsens átti og árið 1879 eignaðist hann Gudmannsverslun, sem eftir það nefndist Gudmanns Efterfölger.3Klemens Jónsson (1948), bls. 71, 99 og 110. Því er óhætt að segja að Höepfner hafi verið umsvifamestur allra danskra kaup­manna á Akureyri á seinni hluta 19. aldar, en hann lést á fyrsta ári nýrrar aldar. Hann átti nær alla strandlengjuna á gömlu Akureyri og var byrjaður að seilast til áhrifa á Oddeyri líka. Hann var ekki óumdeildur, heldur þótti bæði drembinn og óviðfelldinn og viðsjáll í viðskiptum.4Jón Hjaltason (1994), bls. 208.

Hús þetta brann árið 1912, en þá brunnu alls 12 hús á spildunni milli Hafnarstrætis og Aðal­strætis.5Hjörleifur Stefánsson (1986), bls. 120-121; Voðabál á Akureyri (1912, 18. desember). Gjallarhorn, 7. árg., 13. tbl., bls. 50.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023

Heimildaskrá

  • 1
    Klemens Jónsson (1948). Saga Akureyrar, bls. 79 og 110. Akureyri: Akureyrarkaupstaður; Jón Hjaltason (1994). Saga Akureyrar. Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905. II. bindi, bls. 27. Akureyri: Akureyrarbær
  • 2
    Hjörleifur Stefánsson (1986). Akureyri. Fjaran og innbærinn. Byggingarsaga, bls. 21-22, 120-121 og 123. [Reykjavík:] Torfusamtökin; Jón Hjaltason (1990). Saga Akureyrar. Í landi Eyrarlands og Nausta 890-1862. I. bindi, bls. 154-155. Akureyri: Akureyrarbær.
  • 3
    Klemens Jónsson (1948), bls. 71, 99 og 110.
  • 4
    Jón Hjaltason (1994), bls. 208.
  • 5
    Hjörleifur Stefánsson (1986), bls. 120-121; Voðabál á Akureyri (1912, 18. desember). Gjallarhorn, 7. árg., 13. tbl., bls. 50.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023