Rafnseyri, Faxastígur 24, Vestmannaeyjum
Saga:
Á vefnum Heimaslóð er sagt að húsið Rafnseyri sé byggt árið 1918 eins og kemur fram í Fasteignaskrá Íslands.1Heimaslóð (2013, 22. janúar). Húsin á Heimaey. Rafnseyri. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Rafnseyri Á húsinu er hins vegar skilti sem segir að byggingarárið sé 1913. Í æviágripi Sigurðar Ólafssonar (1879-1918) á Heimaslóð kemur fram að hann hafi flutt að Rafnseyri í lok árs 1913 með eiginkonu sinni Margréti Þorsteinsdóttur (1876-1952). Þau eignuðust 7 börn, en áður hafði Margrét eignast son, sem einnig bjó hjá þeim. Þegar Sigurður lést árið 1918 hélt Margrét áfram að búa á Rafnseyri, en árið 1921 giftist hún Guðlaugi Sigurðssyni (1901-1975), en hann hafði þá verið vinnumaður hjá Margréti um hríð. Þau hjón bjuggu á Rafnseyri til ársins 1936 eða 1938 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. 2Viglundur Þór Þorsteinsson (2017, 27. nóvember). Heimaslóð. Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Flokkur:%C3%86viskr%C3%A1r_V%C3%ADglundar_%C3%9E%C3%B3rs_%C3%9Eorsteinssonar
Húsið var reist við Kirkjuveg 15 B í Vestmannaeyjum, alveg upp við gömlu rafstöðina sem byggð hafði verið þremur árum áður. Síðar þótti þessi staðsetning óheppileg og kom í veg fyrir að hægt væri að byggja við rafstöðina. Húsið var því flutt á Vestmannabraut 15 árið 1936. Þar stóð húsið við hlið húss sem nefndist Völlur og var einnig flutt til ársins 1960 þegar það var flutt þangað sem það stendur enn, að Faxastíg 24. Um tíma var starfrækt rakarastofa í húsinu og einnig fiskbúð.3Heimaslóð (2013, 22. janúar). Húsin á Heimaey. Rafnseyri. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Rafnseyri; Heimaslóð (2013, 22. janúar). Saga. Rafmagn. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Rafmagn; Arnar Sigurmundsson (2010, 4. júní). Munnleg heimild; Haraldur Guðnason (1991). Við Ægisdyr. Saga Vestmannaeyjabæjar II, bls. 250. Reykjavík: Stofn.
Þess má geta, að gamla rafstöðin fór undir hraun í eldgosinu 19734Heimaslóð (2007, 6. júlí). Byggðin undir hrauninu. Gamla rafstöðin. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Gamla_rafst%C3%B6%C3%B0in og hefðu það einnig orðið örlög Rafnseyrar hefði húsið staðið á sínum upprunalega stað.
Leitarorð: Vestmannaeyjar
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. júlí, 2024
Heimildaskrá
- 1Heimaslóð (2013, 22. janúar). Húsin á Heimaey. Rafnseyri. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Rafnseyri
- 2Viglundur Þór Þorsteinsson (2017, 27. nóvember). Heimaslóð. Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Flokkur:%C3%86viskr%C3%A1r_V%C3%ADglundar_%C3%9E%C3%B3rs_%C3%9Eorsteinssonar
- 3Heimaslóð (2013, 22. janúar). Húsin á Heimaey. Rafnseyri. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Rafnseyri; Heimaslóð (2013, 22. janúar). Saga. Rafmagn. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Rafmagn; Arnar Sigurmundsson (2010, 4. júní). Munnleg heimild; Haraldur Guðnason (1991). Við Ægisdyr. Saga Vestmannaeyjabæjar II, bls. 250. Reykjavík: Stofn.
- 4Heimaslóð (2007, 6. júlí). Byggðin undir hrauninu. Gamla rafstöðin. Sótt 30. desember 2023 af https://heimaslod.is/index.php/Gamla_rafst%C3%B6%C3%B0in
Deila færslu
Síðast uppfært 12. júlí, 2024