Völlur, Miðstræti 30, Vestmannaeyjum
Völlur við Miðstræti 30, líklega um 2006. Heimild: Heimaslóð (2007, 3. júlí). Völlur.
Saga:
Árið 1918 byggði Lárus Halldórsson (1873-1957) húsið Völl, sem var við Vestmannabraut 15 í Vestmannaeyjum. Eiginkona hans var Elsa Dóróthea Ólafsdóttir (1879-1956). Lárus var bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi og verkamaður. Þau eignuðust 6 börn. Hjónin skildu um 1923 og bjó þá Elsa ein með börn sín á Velli eftir það, en flutti frá Vestmannaeyjum um 1945.
Nafn hússins, Völlur, kom til af því að mikið og slétt tún var þar sem húsið stóð við Vestmannabraut.
Árið 1956 þurfti húsið að víkja vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Útvegsbanka Íslands. Þá var það flutt að Miðstræti 30, Vestmannaeyjum, þar sem það stendur enn.1Heimaslóð (2007, 3. júlí). Völlur; Viglundur Þór Þorsteinsson (2019, 24. ágúst). Heimaslóð. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir; Viglundur Þór Þorsteinsson (2022, 22. desember). Heimaslóð. Lárus Halldórsson (Velli).
Leitarorð: Vestmannaeyjar
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. júlí, 2024
Heimildaskrá
- 1Heimaslóð (2007, 3. júlí). Völlur; Viglundur Þór Þorsteinsson (2019, 24. ágúst). Heimaslóð. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir; Viglundur Þór Þorsteinsson (2022, 22. desember). Heimaslóð. Lárus Halldórsson (Velli).
Deila færslu
Síðast uppfært 12. júlí, 2024