Grímsstaðir við Vesturgötu. Ljósm: Árni Böðvarsson. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 4004. Sótt 21. desember 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/mynd/?ID=4004.
Grímsstaðir við Vesturgötu. Ljósm: Árni Böðvarsson. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 4004. Sótt 21. desember 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/mynd/?ID=4004.

Vesturgata 71 B, Akranesi

Heiti: Grímsstaðir – Sæból
Byggingarár: 1908
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Hallgrímur Tómasson
Aðrir eigendur:
<1947: Jón Einarsson og Sigríður Guðmundsdóttir
Upphafleg staðsetning: Vesturgata 50-52, Akranesi
Flutt: 1947 að Vesturgötu 71 B, Akranesi
Vesturgata 71b 2

Vesturgata 71 B í október 2008. Ljósm.: Gagnasafn Húsafriðunarnefndar.

Vesturgata 71b 3

Vesturgata 71 B árið 2023. Sótt 21. desember 2023 af https://fasteignir.visir.is/property/547113.

Saga:

Hallgrímur Tómasson byggði þetta hús á lóð sem er nú númer 50 eða 52 við Vesturgötu á Akranesi árið 1908. Húsið var kennt við eiganda sinn og nefnt Grímsstaðir. Húsið var ein hæð og ris og stóð á nokkuð háum kjallara. Oftast bjuggu tvær fjölskyldur í húsinu.

Þegar Vesturgatan fór að taka á sig mynd, m.a. með verslunarhúsum Þórðar Ásmundssonar og Sigurðar Hallbjarnarsonar, stóðu Grímsstaðir langt út í götuna og voru því fluttir um set, á lóð númer 71 B. Þá áttu þau Jón Einarsson og Sigríður Guðmundsdóttir húsið.1Gísli S. Sigurðsson (2004). Valsað um Vesturgötu. Annar hluti, bls. 210 og 2017. Árbók Akurnesinga, 4, bls. 205-225. „Húsið var sett fram á sjávarbakkann, á lágan kjallara. Það var múrhúðað að utan og gefið nafnið Sæból en nafnið festist aldrei við það.“2Gísli S. Sigurðsson (2004), bls. 217.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 21. desember, 2023

Heimildaskrá

  • 1
    Gísli S. Sigurðsson (2004). Valsað um Vesturgötu. Annar hluti, bls. 210 og 2017. Árbók Akurnesinga, 4, bls. 205-225.
  • 2
    Gísli S. Sigurðsson (2004), bls. 217.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 21. desember, 2023