Vesturgata 115b, Akranesi
Suðurgata 70 vinstra megin, 1950-1959. Ljósm.: Bjarni Árnason. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 24154. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.
Saga:
Árið 1953 skrifaði Kjartan Jónsson, sem þá bjó í húsi sínu við Suðurgötu 70 á Akranesi, undir lóðarleigusamning við bæjarstjórn Akraness um lóð fyrir íbúðarhúsið við Vesturgötu 115b á Akranesi. Þangað flutti hann hús sitt, Fögruvelli, við Suðurgötuna og bjó í því við Vesturgötuna til ársins 1956.1Gísli S. Sigurðsson (2005). Valsað um Vesturgötu. Þriðji hluti. Árbók Akurnesinga, 5, bls. 180; Gísli S. Sigurðsson (2008). Svipast um á Suðurgötu. Annar hluti, bls. 120. Árbók Akurnesinga, 8, bls. 120.
Fögruvellir, sem stóðu við Suðurgötu 70, voru byggðir árið 1903. Húsið var timburhús á lágum kjallara með háu risi. Húsið var flutt í heilu lagi „… og tókst flutningurinn með ágætum þannig að hvorki brotnaði svo mikið sem ein rúða í því né heldur að það skekktist hið minnsta við flutninginn.“2Hús flytur búferlum (19. desember 1953). Bæjarblaðið, 3. árg., 22. tbl., 8.
Eftir að húsið var flutt var það forskalað að utan.
Frá árinu 1914 bjuggu hjónin Ingiríður Sigurðardóttir (1887-1972) og Jónas Guðmundsson (1884-1925) í húsinu. Jónas drukknaði árið 1925, en Ingiríður hélt áfram að búa í húsinu með Sveini (1914-1990) syni sínum. Árið 1952 byggði Sveinn nýtt hús á lóðinni við Suðurgötu og var þá gamla húsið flutt að Vesturgötu 115b, eins og fyrr segir. Það voru hjónin Kjartan Jónsson og Sigríður Ingimundardóttir sem fluttu húsið og bjuggu þau þar til 1956. Þá fluttu þau Sigurbjörg Másdóttir og Sveinn Hjálmarsson í húsið og bjuggu þar til ársins 1965. Síðan tóku þau Guðbrandur Thorlacius og Guðrún Jónsdóttir við og bjuggu þar til ársins 1971 en þá komu þau Jón Jóelsson og Elísabet Guðnadóttir í húsið. Þau bjuggu í húsinu ásamt þremur ungum börnum sínum þegar það brann til kaldra kola 17. desember 1975 ásamt öllum innanstokksmunum. Þau sluppu öll naumlega úr brennandi húsinu.3Gísli S. Sigurðsson (2005). Valsað um Vesturgötu. Þriðji hluti. Árbók Akurnesinga, 5, bls. 180; Gísli S. Sigurðsson (2008). Svipast um á Suðurgötu. Annar hluti, bls. 120. Árbók Akurnesinga, 8, bls. 120; Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 29256. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir; „Gáleysi bæjaryfirvalda“ (1976, 16. janúar). Umbrot, 3. árg., 1. tbl., bls. 9.
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 19. janúar, 2024
Heimildaskrá
- 1Gísli S. Sigurðsson (2005). Valsað um Vesturgötu. Þriðji hluti. Árbók Akurnesinga, 5, bls. 180; Gísli S. Sigurðsson (2008). Svipast um á Suðurgötu. Annar hluti, bls. 120. Árbók Akurnesinga, 8, bls. 120.
- 2
- 3Gísli S. Sigurðsson (2005). Valsað um Vesturgötu. Þriðji hluti. Árbók Akurnesinga, 5, bls. 180; Gísli S. Sigurðsson (2008). Svipast um á Suðurgötu. Annar hluti, bls. 120. Árbók Akurnesinga, 8, bls. 120; Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 29256. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir; „Gáleysi bæjaryfirvalda“ (1976, 16. janúar). Umbrot, 3. árg., 1. tbl., bls. 9.
Deila færslu
Síðast uppfært 19. janúar, 2024