Vesturgata 113b, 1970-1979. Ljósm.: Hjálmar Þorsteinsson. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 55905. Sótt 14. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/.
Vesturgata 113b, 1970-1979. Ljósm.: Hjálmar Þorsteinsson. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 55905. Sótt 14. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/.

Vesturgata 113b, Akranesi

Heiti: Kalastaðir
Byggingarár: < 1920
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: ?
Upphafleg staðsetning: Kalastaðir á Hvalfjarðarströnd
Flutt: Um 1950 að Vesturgötu 113b, Akranesi

Saga:

Vesturgata 113b, um 2008. Ljósm.: Guðmundur L. Hafsteinsson. Húsaskráning á Akranesi. Gagnasafn Minjastofnunar Íslands.

Ekki er vitað hvenær eða hver byggði hús það sem nú er númer 113b við Vesturgötu á Akranesi. Í fasteignaskrá er það sagt byggt árið 1978, en vitað er að það var byggt mun fyrr á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd, líklega fyrir árið 1920. Eftir að húsið var flutt var kjallari þess m.a. notaður sem kartöflugeymsla á Kalastöðum.

Talið er að húsið hafi verið flutt á Akranes um 1950, en það voru hjónin Ólafur Ólafsson (1926-2013) og Lilja Halldórsdóttir (1926-2008) sem það gerðu og bjuggu þar í húsinu til ársins 1961.

Húsið var sett á steyptan grunn við Vesturgötuna. Þegar það var flutt var það um 30 fermetrar að grunnfleti,  en síðar var húsið stækkað í tæpa 230 fermetra og því breytt verulega. Þær breytingar fóru að mestu fram árið 1978 og því er það talið byggingarárið í fasteignaskrá.1Guðmundur L. Hafsteinsson (2008). Húsaskráning á Akranesi. Gagnasafn Minjastofnunar Íslands; Liv Åse Skarstad (2024, 22. janúar). Skilaboð á Facebook; Rakel Bára Þorvaldsdóttir (2024, 22. janúar). Skilaboð á Facebook.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 23. janúar, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Guðmundur L. Hafsteinsson (2008). Húsaskráning á Akranesi. Gagnasafn Minjastofnunar Íslands; Liv Åse Skarstad (2024, 22. janúar). Skilaboð á Facebook; Rakel Bára Þorvaldsdóttir (2024, 22. janúar). Skilaboð á Facebook.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 23. janúar, 2024