Þvottalaugablettur 32, Reykjavík
Saga:
Hús númer 1 við Þórsgötu í Reykjavík er Hótel Óðinsvé. Þegar þetta steinsteypta hús var byggt árið 1945 þurfti lítið timburhús að víkja fyrir nýbyggingunni. Það hafði María Pétursdóttir látið byggja árið 1920. Í brunavirðingu sem gerð var í júlí það ár kemur fram að húsið hafi verið byggt úr binding, sem stoppað var í með sagi. Að utan var húsið klætt utan með plægðum borðum, pappa og listum. Innan á binding var panell, strigi og pappír og þannig var einnig gengið frá loftum. Allt var þetta málað. Loft var yfir einum þriðja hluta hússins. Í húsinu voru 2 íbúðarherbergi, eldhús, búr, gangur og einn fastur skápur. Undir einum þriðja hluta hússins var kjallari með timburgólfi. Flatarmál hússins var 33,3 fermetrar.
Árið 1945 fékk Þórður Guðmundsson leyfi til að flytja húsið á lóð austan við Hálogalandskamp og fékk það númerið 32 við Þvottalaugablett.1Helga Maureen Gylfadóttir, Drífa Kristín Þrastardóttir, Pétur H. Ármannsson og Guðný Gerður Gunnarsdóttir (2010). Húsakönnun. Vogahverfi. Skýrsla nr. 151. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur; Brunabótavirðingar. Bók 1917 til 1930. Aðf.nr.: 739. Brunavirðingarnúmer: 1522. Sótt af https://www.borgarskjalasafn.is/static/files/Midlun/Brunabotavirdingar/Brunavirdingar/739-bok-23-11-1917-til-13-11-1920-adfnr-739.pdf Húsið stóð þar sem nú (2024) mætast göturnar Skeiðarvogur og Gnoðarvogur. Þar er nú bílastæði Menntaskólans við Sund.
Þar stóð það fram undir lok 6. áratugarins, en var þá lent inni á lóð Vogaskóla, sem byrjað var að byggja á árunum 1957-1958. Bærinn keypti þá landið ásamt húsinu og líklega hefur það verið fjarlægt skömmu eftir 1960 þegar haldið var áfram byggingu Vogaskóla.2Helga M. Gylfadóttir, Drífa K. Þrastardóttir, Pétur H. Ármannsson og Guðný Gerður Gunnarsdóttir (2010), bls. 23
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 9. mars, 2024
Heimildaskrá
- 1Helga Maureen Gylfadóttir, Drífa Kristín Þrastardóttir, Pétur H. Ármannsson og Guðný Gerður Gunnarsdóttir (2010). Húsakönnun. Vogahverfi. Skýrsla nr. 151. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur; Brunabótavirðingar. Bók 1917 til 1930. Aðf.nr.: 739. Brunavirðingarnúmer: 1522. Sótt af https://www.borgarskjalasafn.is/static/files/Midlun/Brunabotavirdingar/Brunavirdingar/739-bok-23-11-1917-til-13-11-1920-adfnr-739.pdf
- 2Helga M. Gylfadóttir, Drífa K. Þrastardóttir, Pétur H. Ármannsson og Guðný Gerður Gunnarsdóttir (2010), bls. 23
Deila færslu
Síðast uppfært 9. mars, 2024