Húsið flutt eftir Túngötu á leið á áfangastað í febrúar 2012. Ljósm.: Guðmundur Skarphéðinsson. Sótt 13. september 2024 af https://www.siglo.is/is/frettir/flutningur_a_husi_ur_skardsdal.
Húsið flutt eftir Túngötu á leið á áfangastað í febrúar 2012. Ljósm.: Guðmundur Skarphéðinsson. Sótt 13. september 2024 af https://www.siglo.is/is/frettir/flutningur_a_husi_ur_skardsdal.

Þormóðsgata 20, Siglufirði

Byggingarár: 1929
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Einar Ásmundsson og Ólöf Herdís Kjartansdóttir
Aðrir eigendur:
< 1986 ?: Siglufjarðarkaupstaður
2012: Dúi Landmark
Upphafleg staðsetning: Hlíðarvegur 9, Siglufirði
Fyrst flutt: < 1986 á skíðasvæðið í Skarðsdal, Siglufirði
Flutt: 2012 að Þormóðsgötu 20, Siglufirði
Hvernig flutt: Flutt í heilu lagi á bíl
Þormóðsgata 20 3

Húsið komið á áfangastað við Þormóðsgötu 20, Siglufirði, í febrúar 2012. Ljósm.: Guðmundur Skarphéðinsson. Sótt 13. september 2024 af https://www.siglo.is/is/frettir/flutningur_a_husi_ur_skardsdal.

Þormóðsgata 20 1

Þormóðsgata 20, Siglufirði, árið 2017. Ljósm.: Steingrímur Kristinsson. Sótt 13. september 2024 af https://www.flickr.com/photos/sksiglo/37019402995.

Saga:

Við Hlíðarveg 9 á Siglufirði stendur nú (2024) hús sem byggt var árið 1986. Áður en það hús var byggt stóð fyrir á lóðinni lítið timburhús, sem byggt var árið 1929. Fyrstu eigendur hússins voru hjónin Einar Ásmundsson (1878-1979), sjómaður og bátaformaður og síðar fisksali, og kona hans Ólöf Herdís Kjartansdóttir(1893-1978) vökukona á Sjúkrahúsi Siglufjarðar til margra ára, en þau hjón höfðu flutt til Siglufjarðar tveimur árum áður. Þau bjuggu í húsinu þar til Herdís lést árið 1978.1Kanon arkitektar (2017, desember). Húsaskráning Siglufjarðar. 1. áfangi 2012/13, bls. 169 og 453; Harpa Grímsdóttir (1998, desember). Byggingarár húsa á Siglufirði, bls. 17. Veðurstofa Íslands; Guðmundur Skarphéðinsson (2012, 8. febrúar). Flutningur á húsi úr Skarðsdal. Sótt 13. september 2024 af siglo.is;  Afmæli (1968, 17. desember). Einherji, 37. árg., 11.-12. tbl., bls. 5;  Minning: Kjartan Sölvi Einarsson (2011, 8. janúar). Morgunblaðið, 99. árg., 6. tbl., bls. 34.

Þegar húsið var virt til brunabóta í október 1929 kom fram að húsið væri nýbyggt timburhús, ein hæð með lágu risi á steinsteyptum kjallara, 6,6 x 5,8 m að grunnfleti með 9 gluggum. Ytra byrði hússins var járn á pappa. Á hæðinni voru 3 herbergi, eldhús og forstofa en niðri var gangur og geymslur. Ein eldavél og einn ofn var í húsinu.2Brunabótavirðing 20. október 1929. Hlíðarvegur 9, Siglufjarðarkaupstaður. Í Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar.

Búið var í húsinu með hléum til ársins 1984, en þá þurfti húsið að víkja fyrir nýja húsinu. Var gamla húsið þá flutt upp á skíðasvæðið í Skarðsdal og notað sem áhaldageymsla.

Árið 2012 var húsið aftur flutt. Nú var áfangastaðurinn Þormóðsgata 20 á Siglufirði. Þar var húsið sett niður á sömu lóð og annað gamalt hús, sem byggt var árið 1924. Það var Dúi Landmark sem stóð fyrir þessum flutningi og var húsið í hans eigu.3Kanon arkitektar (2017, desember). Húsaskráning Siglufjarðar. 1. áfangi 2012/13, bls. 169 og 453; Guðmundur Skarphéðinsson (2012, 8. febrúar). Flutningur á húsi úr Skarðsdal. Sótt 13. september 2024 af siglo.is; Gíslný Halldóra Jónsdóttir, skjalavörður Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar (2020, 18. ágúst). Tölvupóstur.

Við Þormóðsgötu 20 hefur húsið nú verið gert lögulega upp. Samkvæmt fyrirliggjandi teikningum á vef Fjallabyggðar er gert ráð fyrir að tengja húsin saman með tengibyggingu, en af þeirri framkvæmd hefur enn ekki orðið.4Kortasjá Fjallabyggðar. Sótt 13. september 2024 af https://www.map.is/fjallabyggd/#.

 

Leitarorð: Siglufjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 14. september, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 14. september, 2024