Þingvellir
Þingvellir á upphaflegum stað. Ljósm.: Kjartan Guðmundsson. Ljósmynd í eigu Ljósmyndasafns Vestmannaeyja. Sótt 22. júní 2024 af http://heimaslod.is/index.php?curid=4434.

Þingvellir, Vestmannaeyjum

Heiti: Þingvellir - Vísir
Byggingarár: 1905-1907
Horfið: Fór undir hraun 1973
Upphafleg notkun: Verslunar- og íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Lyder Højdal
Aðrir eigendur:
≈1912: Kaupfélagið Herjólfur
1927 ?: Gísli J. Johnsen
?: Útvegsbankinn
1939: Einar Sigurðsson
Upphafleg staðsetning: Njarðarstígur 1, Vestmannaeyjum
Flutt: 1940 á Heimagötu, Vestmannaeyjum
Þingvellir 4

Þingvellir á Njarðarstíg í Vestmannaeyjum. Sótt 22. júní 2024 af http://heimaslod.is/index.php?curid=6564.

Þingvellir 3

Þingvellir í eldgosingu 1973. Ljósmynd í eigu Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

Saga:

Á árunum 1905-1907 byggði Norðmaðurinn Lyder Højdal glæsilegt verslunarhús við Njarðarstíg 1 í Vestmannaeyjum. Højdal var útgerðar- og kaupmaður, meðeigandi í mörgum Eyjabátum og umboðsmaður fyrir vélarnar sem notaður voru í fyrstu vélbátana. Í upphafi var húsið ein hæð og ris. Síðar var það flutt nokkrum húsbreiddum sunnar, byggð undir það ein hæð og stóð þá við Heimagötu á móti Útvegsbanka­húsinu. Fyrsta kaupfélagið í Eyjum, Kaupfélagið Herjólfur, eignaðist húsið skömmu eftir bygg­ingu þess og hafði bækistöðvar sínar þar. Árið 1927 flutti Gísli J. Johnsen póstmeistari afgreiðslu póstsins í húsið og var gengið í póststofuna um dyr á norðurhlið hússins. Þar var einnig rekin verslunin Vísir og var húsið nefnt eftir henni. Athafnamaðurinn Einar Sigurðsson (1906-1977) keypti húsið af Útvegsbanka Íslands sem eignast hafði húsið við gjaldþrot Gísla J. Johnsen. Það var Einar sem lét flytja húsið til að rýma fyrir byggingu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja. Húsið var flutt að Heimagötu árið 1940 og var jafnframt stækkað. Þar voru síðan skrifstofur Hraðfrysti­stöðvar Vestmannaeyja til ársins 1966. Á jarðhæðinni var jafnan ýmis konar verslunarrekstur, síðast ljósmynda­vöru­verslun. Risið var með fallegum kvisti og þar voru rúmgóð íbúðarherbergi. Einar ríki, eins og hann var kallaður, rak umfangsmikla útgerð og fisk­vinnslu og var oft með fimm til sexhundruð manns í vinnu. Auk þess var hann bæjarfulltrúi og varaþingmaður og lét að sér kveða í ýmsum félagsmálum, sinnti ritstörfum og stofnaði bókasafn.1Heimaslóð (2017, 5. janúar). Þingvellir. Sótt 22. júní 2024 af https://heimaslod.is/index.php/%C3%9Eingvellir; Heimaslóð (2024, 14. febrúar). Einar ríki. Sótt 22. júní 2024 af https://heimaslod.is/index.php/Einar_r%C3%ADki; Þorsteinn Þ. Víglundsson (1974). Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum. III. hluti. Blik. Ársrit Vestmannaeyja, 31. árg. Sótt 22. júní 2024 af http://www.heimaslod.is/index.php/ Blik_1974/Samvinnusamt%C3%B6kin_%C3%AD_Vestmannaeyjum%2C_III._hluti; Haraldur Guðnason (1967). Póstmálin í Eyjum áður fyrr. Blik, Ársrit Vestmannaeyja, 26. Sótt 22. júní 2024 af http://www.heimaslod.is/index.php/Blik_1967/P%C3%B3stm%C3%A1lin_%C3%AD_ Eyjum_%C3%A1%C3%B0ur_fyrr; Guðjón Á. Eyjólfsson (1973). Vestmannaeyjar. Byggð og eldgos, bls. 184-185. Reykjavík: Ísafoldar­prentsmiðja; Þórbergur Þórðarson (1968). Einar ríki. II. bindi. Fagur fiskur í sjó. Reykjavík: Helgafell.

Í eldgosinu árið 1973 brann húsið til grunna og endaði að lokum undir hrauni.2Heimaslóð (2017, 5. janúar). Þingvellir. Sótt 22. júní 2024 af https://heimaslod.is/index.php/%C3%9Eingvellir.

Á þessari loftmynd sem tekin var 1953 af byggðinni sem fór undir hraun 20 árum síðar sést hvar Þingvellir stóðu áður en húsið var fært (nr. 1) og hvert það flutt (nr. 2). Heimild: Valli Elli (2024, 23. júní). Sótt 24. júní 2024 af https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10228294271796649&set=p.10228294271796649&type=3.

Leitarorð: Vestmannaeyjar

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 24. júní, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 24. júní, 2024