Góðtemplarahúsið Eskifirði við hlið Antonshúss á
Strandgötu 45. Myndin er tekin 1930. Ljósm.: Ingólfur Fr. Hallgrímsson. Ljosmyndasafn Eskifjarðar. Mynd nr. 213. Sótt 12. apríl 2024 af http://ljosmyndasafn.fjardabyggd.is/.
Góðtemplarahúsið Eskifirði við hlið Antonshúss á Strandgötu 45. Myndin er tekin 1930. Ljósm.: Ingólfur Fr. Hallgrímsson. Ljosmyndasafn Eskifjarðar. Mynd nr. 213. Sótt 12. apríl 2024 af http://ljosmyndasafn.fjardabyggd.is/.

Strandgata 45, Eskifirði

Heiti: Góðtemplarahúsið – Hótel Eskifjörður
Byggingarár: 1895-1897
Rifið: ≈1975
Upphafleg notkun: Samkomuhús
Fyrsti eigandi: Góðtemplarahreyfingin
Aðrir eigendur:
1907: Anton Jakobsson veitingamaður
Upphafleg staðsetning: Kirkjustígur 2, Eskifirði
Flutt: 1907 að Strandgötu 45, Eskifirði

Saga:

Árið 1895 eða 1897 var Góðtemplarahúsið á Eskifirði reist u.þ.b. þar sem nú er húsið Kirkju­stígur 2. Um svipað leyti var Bindindishúsið reist og voru þessi hús fyrstu samkomu­hús staðarins og eru þessar framkvæmdir til marks um mikla vakningu í baráttunni gegn Bakkusi.

Árið 1907 flutti Anton Jakobsson hluta hússins og reisti við innstafninn á húsi sínu, Antonshúsi, sem hann hafði byggt um svipað leyti og Góðtemplarahúsið. Antonshús stóð þar sem nú er Strandgata 45. Anton var veitingamaður og rak hann Hótel Eskifjörð í aðflutta húsinu.1Eskja 5. Eskifjörður í máli og myndum 1786-1986 (1986). Sögurit Eskfirðinga V. bindi, bls. 22. Einar Bragi Sigurðsson tók saman. Eskifirði: Byggðasögunefnd Eskifjarðar; Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971). Sögurit Eskfirðinga I. bindi, bls. 55-65. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar; Kristín Ágústsdóttir (2001, maí). Byggingarár húsa á Eskifirði, bls. 12-13. Unnið fyrir Veðurstofu Íslands. Neskaupstað: Náttúrustofa Austurlands. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/haettumat/es/eskifj_byggingarar.pdf.

Hús þetta hvarf af sjónarsviðinu um 1975.2Kristín Ágústsdóttir (2001, maí), Kort 2.4 – Horfin hús.

 

Leitarorð: Eskifjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. apríl, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Eskja 5. Eskifjörður í máli og myndum 1786-1986 (1986). Sögurit Eskfirðinga V. bindi, bls. 22. Einar Bragi Sigurðsson tók saman. Eskifirði: Byggðasögunefnd Eskifjarðar; Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971). Sögurit Eskfirðinga I. bindi, bls. 55-65. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar; Kristín Ágústsdóttir (2001, maí). Byggingarár húsa á Eskifirði, bls. 12-13. Unnið fyrir Veðurstofu Íslands. Neskaupstað: Náttúrustofa Austurlands. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/haettumat/es/eskifj_byggingarar.pdf.
  • 2
    Kristín Ágústsdóttir (2001, maí), Kort 2.4 – Horfin hús.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. apríl, 2024