Strandgata 45, Eskifirði
Saga:
Árið 1895 eða 1897 var Góðtemplarahúsið á Eskifirði reist u.þ.b. þar sem nú er húsið Kirkjustígur 2. Um svipað leyti var Bindindishúsið reist og voru þessi hús fyrstu samkomuhús staðarins og eru þessar framkvæmdir til marks um mikla vakningu í baráttunni gegn Bakkusi.
Árið 1907 flutti Anton Jakobsson hluta hússins og reisti við innstafninn á húsi sínu, Antonshúsi, sem hann hafði byggt um svipað leyti og Góðtemplarahúsið. Antonshús stóð þar sem nú er Strandgata 45. Anton var veitingamaður og rak hann Hótel Eskifjörð í aðflutta húsinu.1Eskja 5. Eskifjörður í máli og myndum 1786-1986 (1986). Sögurit Eskfirðinga V. bindi, bls. 22. Einar Bragi Sigurðsson tók saman. Eskifirði: Byggðasögunefnd Eskifjarðar; Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971). Sögurit Eskfirðinga I. bindi, bls. 55-65. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggðasögunefnd Eskifjarðar; Kristín Ágústsdóttir (2001, maí). Byggingarár húsa á Eskifirði, bls. 12-13. Unnið fyrir Veðurstofu Íslands. Neskaupstað: Náttúrustofa Austurlands. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/haettumat/es/eskifj_byggingarar.pdf.
Hús þetta hvarf af sjónarsviðinu um 1975.2Kristín Ágústsdóttir (2001, maí), Kort 2.4 – Horfin hús.
Leitarorð: Eskifjörður
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. apríl, 2024
Heimildaskrá
- 1Eskja 5. Eskifjörður í máli og myndum 1786-1986 (1986). Sögurit Eskfirðinga V. bindi, bls. 22. Einar Bragi Sigurðsson tók saman. Eskifirði: Byggðasögunefnd Eskifjarðar; Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971). Sögurit Eskfirðinga I. bindi, bls. 55-65. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggðasögunefnd Eskifjarðar; Kristín Ágústsdóttir (2001, maí). Byggingarár húsa á Eskifirði, bls. 12-13. Unnið fyrir Veðurstofu Íslands. Neskaupstað: Náttúrustofa Austurlands. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/haettumat/es/eskifj_byggingarar.pdf.
- 2Kristín Ágústsdóttir (2001, maí), Kort 2.4 – Horfin hús.
Deila færslu
Síðast uppfært 12. apríl, 2024