Strandgata 25 skömmu fyrir 1914.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri. Húsakönnun, bls. 32. [Akureyri:] Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Skipulagsdeild Akureyrarbæjar.
Strandgata 25 skömmu fyrir 1914. Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri. Húsakönnun, bls. 32. [Akureyri:] Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Skipulagsdeild Akureyrarbæjar.

Strandgata 25, Akureyri

Heiti: Vertshúsið – Baujan - Alaska
Byggingarár: 1857
Rifið: 1914
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Jón Jónsson járnsmiður
Aðrir eigendur:
1871: Kristján Sigurðsson
1914: Sigvaldi Þorsteinsson
Upphafleg staðsetning: Aðalstræti 76, Akureyri
Flutt: 1875 að Strandgötu 25, Akureyri
Hvernig flutt: Dregið á ís yfir Pollinn

Saga:

Talið er að árið 1857 hafi Jón Jónsson járnsmiður byggt sér hús á lóð númer 76 við Aðalstræti á Akureyri. Þremur árum síðar fæddist honum sonur sem skírður var Kristján Níels. Hann varð síðar þekkt skáld sem kallaði sig Káinn. Árið 1875 keypti Kristján Sigurðsson veitingamaður húsið og flutti það norður á Oddeyri á lóð númer 25 við Strandgötu. Sagt er að húsið hafi verið dregið yfir Pollinn á ís. Eftir flutninginn var húsið ýmist nefnt Vertshúsið, Baujan eða Alaska.1Hjörleifur Stefánsson (1986). Akureyri. Fjaran og innbærinn. Byggingarsaga, bls. 109. [Reykjavík:] Torfusamtökin; Jón Hjaltason (1994). Saga Akureyrar. Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905. II. bindi, bls. 140. Akureyri: Akureyrarbær; Íslenska alfræðiorðabókin (1990), H-O, bls. 233. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstjórar). Reykjavík: Örn og Örlygur; Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri. Húsakönnun, bls. 33. [Akureyri:] Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Skipulagsdeild Akureyrarbæjar.

Þegar Kristján sótti um veitingaleyfi á Oddeyri „[l]ögðust ýmsir gegn [því] á þeim forsendum að Kristján ætlaði að gera sér greiðasöluna að „atvinnu eða gróðavegi“ og til hennar væri ekki stofnað „í almennri nauðsyn“.“2Jón Hjaltason (1994), bls. 332. En Kristján fékk leyfið þrátt fyrir þetta andóf.3Jón Hjaltason (1994), bls. 332. En róðurinn var erfiður og samkeppnin mikil, mörg en smá veitingahús um hituna, eða baukar eins og veitingahús voru almennt kölluð á Akureyri um tíma.4Jón Hjaltason (1994), bls. 334; Hjörleifur Stefánsson (1986), bls. 22.

… [ö]rðugast uppdráttar átti Kristján Sigurðsson á Oddeyri. Hann drakk eins og svampur, nennti ekki að þrífa og fór mikið orð af því hversu húsakynni hans væru óþrifaleg. Aðeins tvö rúm stóðu gestum til boða en hvorki hús né hey handa skepnum. Það fór líka svo að Kristján var sviptur leyfi veitingasölu …5Jón Hjaltason (1994), bls. 334.

„Ekki er til lýsing af húsinu er á ljósmyndum frá því skömmu fyrir aldamót sést að það hefur verið einlyft timburhús með risi og miðjukvisti á suðurhlið.“6Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995), bls. 33. Húsið var rifið árið 19147Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995), bls. 33. aðeins tæpum 60 árum eftir að það var byggt og hefur léleg umhirða og viðhald Kristjáns verts ef til vill sett mark sitt á húsið.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023

Heimildaskrá

  • 1
    Hjörleifur Stefánsson (1986). Akureyri. Fjaran og innbærinn. Byggingarsaga, bls. 109. [Reykjavík:] Torfusamtökin; Jón Hjaltason (1994). Saga Akureyrar. Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905. II. bindi, bls. 140. Akureyri: Akureyrarbær; Íslenska alfræðiorðabókin (1990), H-O, bls. 233. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstjórar). Reykjavík: Örn og Örlygur; Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri. Húsakönnun, bls. 33. [Akureyri:] Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Skipulagsdeild Akureyrarbæjar.
  • 2
    Jón Hjaltason (1994), bls. 332.
  • 3
    Jón Hjaltason (1994), bls. 332.
  • 4
    Jón Hjaltason (1994), bls. 334; Hjörleifur Stefánsson (1986), bls. 22.
  • 5
    Jón Hjaltason (1994), bls. 334.
  • 6
    Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995), bls. 33.
  • 7
    Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995), bls. 33.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023