Spítalastígur 4, Hvammstanga
Saga:
Árið 1906 flutti Jóhann Möller kaupmaður sundurtekið timburhús frá Skagaströnd og reisti á Hvammstanga. Húsið var 8 x 6 metrar, portbyggt á kjallara og stóð þar sem nú er gamla frystihús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (þar sem nú (2023) er rekið veitingahúsið Sjávarborg. Þar hafði hann bæði verslun sína og íbúð, en verslun hans mun aldrei hafa verið stór í sniðum. Jóhann Möller er sagður hafa verið „glæsimenni í sjón og hraustmenni í raun“.
Árið 1912 eða 1913 fluttist Möller kaupmaður burt frá Hvammstanga en eignir hans keypti R. P. Riis kaupmaður og varð húsið þá íbúðarhús verslunarstjóra Riisverslunarinnar. Árið 1919 eignaðist Kaupfélag Vestur-Húnvetninga húsið. Sigurður Tryggvason, verslunarmaður hjá kaupfélaginu, bjó þar um árabil. Þá var farið að kalla húsið Sjávarborg, en áður hafði það verið nefnt Möllershús eftir eiganda sínum.1Yngvi Þór Loftsson, Hermann Georg Gunnlaugsson og Jón Gauti Jónsson (2002, 7. maí). Húnaþing vestra. Aðalskipulag 2002-2014. Greinargerð, bls. 24. Kópavogi: Landmótun. Sótt 1. maí 2010 af http://www.hunathing.is/Portals/36/a%C3%B0alskipulag2.pdf; Gústav Halldórsson (1975). Hvammstangi, bls. 372-373. Í Sigurður Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstjórar), Húnaþing I, bls. 366-413. [Akureyri:] Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga; Friðrik G. Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson (2008). Saga Hvammstanga II 1938-1998, bls. 18. [Hvammstanga:] Húnaþing vestra.
Laust eftir 1940 var húsið flutt ofar vegna framkvæmda kaupfélagsins og stóð þá við norðvesturhorn núverandi verslunarhúss. Um miðja öldina eignaðist Skúli Ólafsson Sjávarborg og árið 1958 lét hann flytja húsið öðru sinni og á núverandi stað, Spítalastíg 4.2Friðrik G. Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson (2008), bls. 18.
Húsið er talið vera elsta hús sem nú stendur á Hvammstanga.3Friðrik G. Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson (2008), bls. 18.
Um 2018 var hafist handa við umfangsmiklar endurbætur á húsinu. Glöggt má sjá að vandað hefur verið til verks og aldur og andi hússins fær nú að njóta sín.
Leitarorð: Hvammstangi
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 14. desember, 2023
Heimildaskrá
- 1Yngvi Þór Loftsson, Hermann Georg Gunnlaugsson og Jón Gauti Jónsson (2002, 7. maí). Húnaþing vestra. Aðalskipulag 2002-2014. Greinargerð, bls. 24. Kópavogi: Landmótun. Sótt 1. maí 2010 af http://www.hunathing.is/Portals/36/a%C3%B0alskipulag2.pdf; Gústav Halldórsson (1975). Hvammstangi, bls. 372-373. Í Sigurður Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstjórar), Húnaþing I, bls. 366-413. [Akureyri:] Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga; Friðrik G. Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson (2008). Saga Hvammstanga II 1938-1998, bls. 18. [Hvammstanga:] Húnaþing vestra.
- 2Friðrik G. Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson (2008), bls. 18.
- 3Friðrik G. Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson (2008), bls. 18.
Deila færslu
Síðast uppfært 14. desember, 2023