Bæjarhúsin á Suðureyri. Húsið sem fauk í miðju,
en yngri hlutinn sem var fluttur til hægri. Hluti
úr mynd í eigu Sturlu Gunnars Eðvarðssonar.   Sturla Gunnar Eðvarðsson (2020, 18. júlí). Súgfirðingafélagið fréttaveita. Sótt 19. júlí 2020 af https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10220099630353908&set=p.10220099630353908&type=3&theater
Bæjarhúsin á Suðureyri. Húsið sem fauk í miðju, en yngri hlutinn sem var fluttur til hægri. Hluti úr mynd í eigu Sturlu Gunnars Eðvarðssonar. Sturla Gunnar Eðvarðsson (2020, 18. júlí). Súgfirðingafélagið fréttaveita. Sótt 19. júlí 2020 af https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10220099630353908&set=p.10220099630353908&type=3&theater

Skólagata 1, Suðureyri

Heiti: Suðureyri
Byggingarár: 1902-1903
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Kristján Albertsson og Guðrún Þórðardóttir
Aðrir eigendur:
1926: Örnólfur Valdimarsson
1927: Jón Á. Eiríksson
Upphafleg staðsetning: Bæjarhól Suðureyrarbæjarins (þar sem Suðureyrarkirkja stendur nú (2024))
Flutt: 1926 í kauptúnið - Skólagata 1
Skólagata 1 2

Skólagata 1 fyrir miðri mynd með tveimur kvistum, 1925 til 1930, eftir flutning. Hluti úr mynd. Sarpur.is, mynd nr. Lpr/2012-267-170.

Skólagata 1 3

Skólagata 1 í júlí 2023. Enn eru kvistirnir á húsinu, en byggt hefur verið við húsið að norðanverðu. Ljósm.: Ja.is.

Saga:

Suðureyri í Súgandafirði er forn bújörð og þar var oftast tví- eða þríbýlt. Flest bæjarhúsin stóðu þar sem nú er leikskólinn við kirkjuna, en á Mölunum var fjöldi verbúða. Vorið 1875 tók heimasætan Kristín Guðmundsdóttir (1853-1882) við búsforráðum ásamt manni sínum Kristjáni Albertssyni (1851-1909), sem verið hafði vinnumaður á bænum. Mislingasumarið 1882 missti Kristján konu sína og tvö af þremur börnum þeirra. Árið eftir kvæntist hann Guðrúnu Þórðardóttur (1860-1934) frá Ytri-Vatnsdal. Hún var níu árum yngri en hann og saman eignuðust þau 14 börn. Guðrún var lærð ljósmóðir og sinnti ljósmóðurstörfum í nær aldarfjórðung.1Kjartan Ólafsson (1999). Firðir og fólk 900-1900. Vestur-Ísafjarðarsýsla, bls. 436-440. Árbók Ferðafélags Íslands 1999. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.

Árið 1892 réðust þau Kristján og Guðrún í að byggja stórt timburhús á Suðureyri, sem stóð þar sem Suðureyrarkirkja stendur nú. Þau byggðu skúr við húsið árið eftir og á árunum 1902-1903 var byggt við innri enda hússins. Sú bygging var fullar tvær hæðir með lágu risi. Í þessari viðbyggingu bjó tengdasonur Guðrúnar og Kristjáns (sem þá var fallinn frá), Örnólfur Valdimarsson (1893-1970) sem misst hafði Finnborgu konu sína, þegar eitt mesta stórviðri í manna minnum brast á 28. janúar 1924. Þá tættist stóra timburhúsið frá 1892 í sundur, fjöl fyrir fjöl, svo ekkert stóð eftir nema gólfið. Hús Örnólfs stóð veðrið af sér lítið skemmt. Þessi hluti hússins var þó tekinn niður skömmu síðar og endurbyggður út í kauptúninu. Sagt er að í þessu aftakaveðri hafi fokið sjö smærri og stærri hús á Suðureyri.

Með falli stóra timburhússins og flutningi þess minna má segja að búskap Guðrúnar Þórðardóttur hafi lokið á Suðureyrarbænum.2Kjartan Ólafsson (ódags.). Suðureyri, bls. 63-64, 72-73. Sótt 18. júlí 2020 af https://www.safnis.is/upload/files/110%20%20Sudureyri.pdf

Ekki verður betur séð en að húsið sem Örnólfur bjó í hafi verið flutt að Rómarstíg 9, sem nú er Skólagata 1, því árið 1927 byggði Guðmundur Þorbjarnarson hús fyrir Örnólf Valdimarsson við Rómarstíg 9, en 1927 er Jón Á. Eiríksson orðinn eigandi þess.3Friðgeir Torfi Ásgeirsson (2011, maí). Byggðakönnun á Suðureyrarmölum, ekkert bls.tal. Í gagnasafni Húsafriðunarnefndar.

 

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 22. febrúar, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Kjartan Ólafsson (1999). Firðir og fólk 900-1900. Vestur-Ísafjarðarsýsla, bls. 436-440. Árbók Ferðafélags Íslands 1999. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
  • 2
    Kjartan Ólafsson (ódags.). Suðureyri, bls. 63-64, 72-73. Sótt 18. júlí 2020 af https://www.safnis.is/upload/files/110%20%20Sudureyri.pdf
  • 3
    Friðgeir Torfi Ásgeirsson (2011, maí). Byggðakönnun á Suðureyrarmölum, ekkert bls.tal. Í gagnasafni Húsafriðunarnefndar.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 22. febrúar, 2024