Skipasund 82 í nóvember 2009. Ljósm.: Höfundur.
Skipasund 82 í nóvember 2009. Ljósm.: Höfundur.

Skipasund 82, Reykjavík

Byggingarár: 1898
Upphafleg notkun: Íbúðarhús og verkstæði
Fyrsti eigandi: Markús Þorsteinsson söðlasmiður
Upphafleg staðsetning: Laugavegur 47, Reykjavík
Flutt: Um 1955 að Skipasundi 82, Reykjavík

Saga:

Teikning Gunnars Þ. Þorsteinssonar af Skipasundi 82, dags. 20. júní 1955. Teikningavefur Reykjavíkurborgar. Skipasund 82. Sótt 16. nóvember 2023 af https://skjalasafn.reykjavik.is/fotoweb/.

Í byggðakönnun sem gerð var í Laugardal í Reykjavík árið 2013 kemur fram að húsið númer 82 við Skipasund sé byggt árið 1898 við Laugaveg 47. Hins vegar kemur ekki fram hvenær húsið var flutt og hér er ekki hægt að styðjast við upplýsingar í Fasteignaskrá, því þar er húsið sagt byggt 1897, en oft er byggingarárið sem þar kemur fram árið sem hús var flutt. Á teikningavef Reykjavíkurborgar má finna teikningu af húsi sem merkt er Skipasundi 82. Teikningin er gerð af Gunnari Þ. Þorsteinssyni, dagsett 20. júní 1955. Á teikningunni stendur: „Húsið verður flutt af lóðinni nr. 47 við Laugarveg.“ Þar með er ljóst húsið var í fyrsta lagi fllutt árið 1955.1Helga Maureen Gylfadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir o.fl. (2013). Byggðakönnun. Borgarhluti 4 – Laugardalur, bls. 46. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur, skýrsla nr. 162; Teikningavefur Reykjavíkurborgar. Skipasund 82. Sótt 16. nóvember 2023 af https://skjalasafn.reykjavik.is/fotoweb/.

Í desember 1898 var gert brunabótamat á húsi Magnúsar Þorsteinssonar söðlasmiðs sem hann hafði byggt við Laugaveg 47 til íbúðar og sem verkstæði. Húsinu var þá lýst þannig:

Hús þetta er byggt af bindingi klætt utan borðum pappa og járni á suðurhlið og austurgafli á norður hlið með pappa og vesturgafl með tvöfaldri borðaklæðningu með pappa á milli og með járnþaki á súð með pappa á milli. Niðri í húsinu eru 3 herbergi auk eldhúss allt þiljað og málað og með tvöföldum loptum. Þau herbergi eru að mestu leyti fullgjörð. Þar er 1 eldavjel og 1 ofn. Uppi á loptinu eru 3 herbergi auk eldhúss allt þiljað en ómálað og 2/3 með tvöföldum loptum. Þar er 1 ofn og 1 eldavjel. Kjallari er undir öllu húsinu. Við norður hlið hússins er inn og uppgönguskúr byggður af binding klættur utan borðum og með járnþaki og þiljaður innan.
Lengd 11 al breidd 10 1/2 hæð 8 1/2.2Minjasafn Reykjavíkur (ódags.). Húsaskrá. Laugavegur 47.

Árið 1914 var grunnurinn hækkaður og innréttuð verslun í kjallaranum og 1943 var sölubúð byggð við húsið.3Minjasafn Reykjavíkur (ódags.). Húsaskrá. Laugavegur 47. Þegar ráðist var í þá framkvæmd hefur væntanlega ekki legið fyrir að flytja ætti húsið.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 28. desember, 2023

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 28. desember, 2023