Sigtún 3, Selfossi, 1934-1950. Ljósm.: Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Héraðsskjalasafn Árnesinga, mynd nr. 2017_4_HG_00089.
Sigtún 3, Selfossi, 1934-1950. Ljósm.: Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Héraðsskjalasafn Árnesinga, mynd nr. 2017_4_HG_00089.

Sigtún 3, Selfossi

Heiti: Staður
Byggingarár: 1920
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Ólafur Sigurðsson söðlasmiður
Upphafleg staðsetning: Búðarstígur, Eyrarbakka
Flutt: 1934 að Sigtúni 3, Selfossi
Hvernig flutt: Tekið niður spýtu fyrir spýtu
Sigtún 3 2

Sigtún 3 á Selfossi í október 2009. Ljósm.: Höfundur.

Sigtún 3 3

Sigtún 3, Selfossi, í ágúst 2022. Ljósm.: Ja.is.

Saga:

Árið 1920 reisti Ólafur Sigurðsson söðlasmiður sér íbúðarhús á Eyrarbakka. Húsið stóð við Búðar­stíg, þar sem nú stendur samkomuhúsið Staður, sem fær nafn sitt af húsi Ólafs, en Ólafur nefndi húsið eftir æskuheimili sínu, Breiðabólsstað á Síðu.1Vigfús Guðmundsson (1949). Saga Eyrarbakka. Síðara bindi, fyrra hefti[, bls. 193] Reykjavík: Víkingsútgáfan.;Lýður Pálsson (2009, 27. febrúar). Fáein orð um sögu hússins Staðar á Selfoss. Erindi flutt í Stað á Selfossi.; Guðmundur Kristinsson (1987). Kristinn Vigfússon staðarsmiður, bls. 171. Selfossi: Árnesútgáfan. Í nóvember 1920 er húsinu lýst í Húsvirðingabók og sagt að það sé 7,7 x 7,7 m járnklætt timburhús með 4 m vegghæð og risið 2 m. Kjallari var 2 m hár úr steinsteypu, 4 herbergi og gangur. Á 1. hæð voru einnig 4 herbergi og gangur og sömuleiðis í risi. Þrjár eldavélar og 2 ofnar voru í húsinu.2Eiríkur Gíslason (1916-1928). Húsvirðingabók. Óútgefið handrit í eigu Sjóminjasafns Eyrarbakka. Því má gera ráð fyrir að þrjár fjölskyldur hafi búið í húsið.

Þegar Ólafur flutti ásamt konu sinni, Þorbjörgu Sigurðardóttur, til Selfoss árið 1934 reif hann húsið á Eyrarbakka niður spýtu fyrir spýtu, merkti hverja einustu fjöl og reisti það á nýjum steyptum grunni á Selfossi. Þar stendur húsið enn og er númer 3 við Sigtún. Ólafur rak söðla­verkstæði í kjallara hússins.3Guðmundur Kristinsson (1995). Saga Selfoss II. Frá 1930 til 1960, bls. 221. Selfossi: Selfoss­kaupstaður.; Lýður Pálsson (2009, 27. febrúar).

Um flutninginn á húsinu er haft eftir Kristni Vigfússyni smið:

Vorið 1934 sögðust þeir Ólafur [Sigurðsson] og Sigurður Óli, sonur hans, hafa ákveðið að flytja húsið upp að Selfossi. Ég aftók að taka það að mér, enda hafði ég þá lofað mér í annað. Ég sagði þeim, að þetta skyldu þeir ekki gera, heldur reisa nýtt hús á Selfossi. Niðurrif þess, flutningur og endurbygging myndi kosta miklu meira. Ég steypti kjallarann og nýjar tröppur allt öðru vísi en verið höfðu við það.
Magnús í Ásheimum og Sigmundur Stefánsson komu með efniviðinn og reistu húsið og settu á það kvist.
Þegar smíðinni lauk, sagði Sigurður Óli, að niðurrif þess, flutningur og endurbygging hefði kostað eins og nýtt hús.4Guðmundur Kristinsson (1987), bls. 171-172.

Ummæli Kristins eru áhugaverð en líklega fæst ekki svar við því hvers vegna húseigendur fóru ekki að ráðum smiðsins.

 

Leitarorð: Eyrarbakki

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 2. janúar, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Vigfús Guðmundsson (1949). Saga Eyrarbakka. Síðara bindi, fyrra hefti[, bls. 193] Reykjavík: Víkingsútgáfan.;Lýður Pálsson (2009, 27. febrúar). Fáein orð um sögu hússins Staðar á Selfoss. Erindi flutt í Stað á Selfossi.; Guðmundur Kristinsson (1987). Kristinn Vigfússon staðarsmiður, bls. 171. Selfossi: Árnesútgáfan.
  • 2
    Eiríkur Gíslason (1916-1928). Húsvirðingabók. Óútgefið handrit í eigu Sjóminjasafns Eyrarbakka.
  • 3
    Guðmundur Kristinsson (1995). Saga Selfoss II. Frá 1930 til 1960, bls. 221. Selfossi: Selfoss­kaupstaður.; Lýður Pálsson (2009, 27. febrúar).
  • 4
    Guðmundur Kristinsson (1987), bls. 171-172.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 2. janúar, 2024