Verslunin Framtíðin á Kirkjuvegi 14. Ljósm.: Emil Edgren. Ljósmynd í eigu Byggðasafn Hafnarfjarðar.
Verslunin Framtíðin á Kirkjuvegi 14. Ljósm.: Emil Edgren. Ljósmynd í eigu Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Reykjavíkurvegur 33, Hafnarfirði

Byggingarár: 1920
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Þorleifur K. Guðmundsson
Aðrir eigendur:
?: Guðmundur Þ. Magnússon
1945: Hallgrímur Georg Björnsson og Margrét Þorvaldsdóttir
Upphafleg staðsetning: Kirkjuvegur 14 (áður nr. 10b og 12), Hafnarfirði
Flutt: Um 1945 að Reykjavíkurvegi 33, Hafnarfirði

Saga:

Í fasteignaskrá kemur fram að húsið við Reykjavíkurveg 33 í Hafnarfirði sé byggt árið 1945. Það mun hins vegar ekki vera rétt, því það ár var húsið flutt þangað frá Kirkjuvegi 14, sem einnig er í Hafnarfirði. Í maí 1945 var húsið auglýst til sölu þar sem það stóð við Reykjavíkur­veg. Húsið keypti Hallgrímur G. Björnsson (1908-1992). Hann bjó í húsinu til dauðadags 2. desember 1992 ásamt seinni konu sinni, Margréti Þorvaldsdóttur (1917-2009), en þau gengu í hjónaband sama ár og þau keyptu húsið við Reykjavíkurveg. Í tæpa tvo áratugi ráku þau hjón fiskverkun í Hafnarfirði þar sem þau unnu oft hlið við hlið.1Hús til sölu í Hafnarfirði (1945, 25. maí). Morgunblaðið, 32. árg., 113. tbl., bls. 5; Húsaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar vegna vinnslu húsakönnunar í vesturbæ Hafnarfjarðar. Varðveitt í gagnasafni Minjastofnunar Íslands; Minning: Hallgrímur G. Björnsson, Hafnarfirði (1992, 9. desember). Morgunblaðið, 79. árg., 282. tbl., bls. 34; Minning. Margrét Þorvaldsdóttir (2009, 13. febrúar). Morgunblaðið, 97. árg., 42. tbl., bls. 26. Margrét seldi húsið árið 1998.

Uppruna hússins má rekja til ársins 1919 þegar félagarnir Sigurgeir Gíslason, Jón Einarsson og Gísli Sigurgeirsson fengu útmælda lóð á milli lóða nr. 10 og 12 við Kirkjuveg. Þeir virðast ekki hafa byggt hús á lóðinni, því í ágúst árið eftir fékk Þorleifur Kl. Guðmundsson (1864-1933) leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni, sem talið er að Jóhannes Reykdal (1874-1946)2Jóhannes Reykdal var mikill frumkvöðull og athafnamaður í Hafnarfirði. Hann lagði stund á húsbyggingar, reisti trésmíðaverksmiðju, þar sem hann lét vatnsorku knýja vélarnar, reisti rafstöð þar sem hann framleiddi rafmagn til almenningsnota og rak stórbýli á jörðinni Setbergi og reisti loks íshús í Hafnarfirði, þar sem hann framleiddi ís fyrir togara Hafnfirðinga. [Merkir Íslendingar. Jóhannes Reykdal (2013, 18. janúar). Morgunblaðið, 101. árg., 14. tbl., bls. 43]. hafi teiknað en hann var yfirsmiður hússins.3Rósa Karen Borgþórsdóttir (2023, 7. febrúar). Samantekt um Reykjavíkurveg 33 skv. gögnum Byggðasafns Hafnarfjarðar. Í gagnasafni Minjstofnunar Íslands.

Fyrsta brunavirðing af húsinu er dagsett 10. desember 1920, það tók því um 3 mánuði að reisa húsið sem var einlyft timburhús á steinsteyptum kjallara. Á hæðinni voru 4 stofur og eldhús en í kjallaranum 3 herbergi anddyri og geymsla. Í lok árs 1920 bjuggu tvær fjölskyldur og þrír leigjendur í húsinu, alls 13 manns. Leigjendurnir voru allir trésmiðir hjá Jóhannesi Reykdal.
Árið 1923 var gefin út ný brunavirðing þar sem kjallaranum hafði verið breytt í sölubúð og er Þorleifur Kl. Guðmundsson þá enn skráður eigandi. Verslunin „Framtíðin“ var lengst af í kjallaranum á Kirkjuvegi 10b, stofnandinn var Guðmundur Þ. Magnússon [1900-1979] sem rak og átti verslunina í áratugi.
Um áramótin 1931-1932 urðu númerabreytingar á húsum víða um Hafnarfjaðrar og átti það t.d. við um Kirkjuveg. Húsið sem nú er Reykjavíkurvegur 33 var fyrst eftir að það var reist við Kirkjuveg númer 10b þar sem það var byggt á milli eldri húsa númer 10 og 12. Síðar varð það númer 12 og 1932 fékk það númerið 14 við Kirkjuveg.
Samkvæmt skipulagi sem samþykkt var árið 1943 átti Skúlaskeið að ná allt frá Reykjavíkurvegi að Kirkjuvegi en til að það gæti orðið urðu hús nr. 14 og 16 við Kirkjuveg að víkja.4Rósa Karen Borgþórsdóttir (2023, 7. febrúar).

Reykjavíkurvegur 33 í ágúst 2022. Ljósm.: Ja.is.

Í mars árið 1943 gerði bæjarstjórn Hafnarfjarðar samning við Guðmund Þ. Magnússon kaupmann um að hann fengi leigða lóðina nr. 16 við Kirkjuveg og þar steyptur grunnur undir kjallara húss á kostnað bæjarsjóðs gegn því að hann láti af hendi lóðina númer 14 við Kirkjuveg og flytji burt húsið sem þar stóð.5Bréf bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til Guðmundar Þ. Magnússonar kaupmanns, dags. 3. mars 1943. Varðveitt á Byggðasafni Hafnarfjarðar.

Þá var húsið flutt að Reykjavíkurvegi 33 eins og fyrr segir. Ef bornar eru saman myndir af húsinu þar sem það stóð við Kirkjuveg og þar sem það stendur við Reykjavíkurveg verður ekki betur séð en einungis efri hæð hússins hafi verið flutt og sett á nýjan, steinsteyptan kjallara við Reykjavíkurveg.6Rósa Karen Borgþórsdóttir (2023, 16. febrúar). Tölvupóstur.

Þess má geta að Kirkjuvegur fékk nafn sitt af því að hann lá vestur að Görðum á Álftanesi þangað sem Hafnfirðingar sóttu kirkju áður en kirkju risu í Hafnarfirði.7 Gláma-Kím (2021, 15. janúar). Vesturbær Hafnarfjarðar. Húsakönnun, bls. 3. Hafnarfjörður. Umhverfis- og skipulagssvið

 

Leitarorð: Hafnarfjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 5. febrúar, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Hús til sölu í Hafnarfirði (1945, 25. maí). Morgunblaðið, 32. árg., 113. tbl., bls. 5; Húsaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar vegna vinnslu húsakönnunar í vesturbæ Hafnarfjarðar. Varðveitt í gagnasafni Minjastofnunar Íslands; Minning: Hallgrímur G. Björnsson, Hafnarfirði (1992, 9. desember). Morgunblaðið, 79. árg., 282. tbl., bls. 34; Minning. Margrét Þorvaldsdóttir (2009, 13. febrúar). Morgunblaðið, 97. árg., 42. tbl., bls. 26.
  • 2
    Jóhannes Reykdal var mikill frumkvöðull og athafnamaður í Hafnarfirði. Hann lagði stund á húsbyggingar, reisti trésmíðaverksmiðju, þar sem hann lét vatnsorku knýja vélarnar, reisti rafstöð þar sem hann framleiddi rafmagn til almenningsnota og rak stórbýli á jörðinni Setbergi og reisti loks íshús í Hafnarfirði, þar sem hann framleiddi ís fyrir togara Hafnfirðinga. [Merkir Íslendingar. Jóhannes Reykdal (2013, 18. janúar). Morgunblaðið, 101. árg., 14. tbl., bls. 43].
  • 3
    Rósa Karen Borgþórsdóttir (2023, 7. febrúar). Samantekt um Reykjavíkurveg 33 skv. gögnum Byggðasafns Hafnarfjarðar. Í gagnasafni Minjstofnunar Íslands.
  • 4
    Rósa Karen Borgþórsdóttir (2023, 7. febrúar).
  • 5
    Bréf bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til Guðmundar Þ. Magnússonar kaupmanns, dags. 3. mars 1943. Varðveitt á Byggðasafni Hafnarfjarðar.
  • 6
    Rósa Karen Borgþórsdóttir (2023, 16. febrúar). Tölvupóstur.
  • 7
    Gláma-Kím (2021, 15. janúar). Vesturbær Hafnarfjarðar. Húsakönnun, bls. 3. Hafnarfjörður. Umhverfis- og skipulagssvið

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 5. febrúar, 2024