Brekkukot við Heiðarbraut 31, 1930-1949. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 54803. Sótt 1. september 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.
Brekkukot við Heiðarbraut 31, 1930-1949. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 54803. Sótt 1. september 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.

Presthúsabraut 35, Akranesi

Heiti: Brekkukot
Byggingarár: 1925 ?
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Þórunn Þórðardóttir
Aðrir eigendur:
1917 eða 1918: Einar Þorvaldsson og Ólöf Bjarnadóttir
Upphafleg staðsetning: Heiðarbraut 31, Akranesi
Fyrst flutt: 1955? að Presthúsabraut 35, Akranesi

Saga:

Presthúsabraut 35, 2012-2014. Ljósm.: Vitinn (Félag áhugaljósmyndara á Akranesi). Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 46844. Sótt 1. september 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.

Um Brekkukot á Akranesi segir í blaðinu Umbrot árið 1978: „Brekkukot. 1889 byggir Þórunn Þórðardóttir þar torfbæ, það hefur síðan verið mikið endurbætt og stóð við Heiðarbraut 31, en gamla húsið hefur verið flutt að Presthúsabraut 35.“1Þorsteinn Jónsson (1978, 10. maí). Þættir úr sögu Akraness. 2. þáttur. Húsaheiti á Akranesi – Fyrri hluti, bls. 9. Umbrot, 5. árg., 5. tbl., bls. 8-9.

Árið 1917 eða 1918 keypti Einar Þorvaldsson (1887-1954) og Ólöf Bjarnadóttir (1881-1966) kona hans Brekkukot. „Einar endurbyggði hið gamla hús 1925, og árið 1940 stækkaði hann það enn og endurbætti. Er það nú [1953], eins og sjá má hið snotrasta hús utan og innan. Brekkukotslóð hefur hann hirt og nýtt með fádæmum vel, svo að til sérstakrar fyrirmyndar er.“2Ólafur B. Björnsson (1953, 1. júlí). Hversu Akranes byggðist. 4. kafli. – 1870-1900. – Byggingar batna, bls. 106. Akranes, 7.-9. tbl., bls. 92-94 og 105-106.

Ekki er vitað með vissu hvenær húsið var flutt að Presthúsabraut 35, en líklegt er það hafi verið um miðjan 6. áratug síðustu aldar, líkt og mörg önnur hús við götuna.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 18. janúar, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 18. janúar, 2024