Akrar við Skólabraut, um 1906. Hluti myndar. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 29256. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.
Akrar við Skólabraut, um 1906. Hluti myndar. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 29256. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.

Presthúsabraut 25, Akranesi

Heiti: Akrar
Byggingarár: 1907
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Guðjón Þórðarson og Ingiríður Bergþórsdóttir
Upphafleg staðsetning: Skólabraut 26, Akranesi
Flutt: 1955 að Presthúsabraut 25 á Akranesi
Hvernig flutt: Í heilu lagi
Presthúsabraut 25 2

Akrar við Skólabraut, 1950-1959. Hluti myndar. Ljósm.: Ólafur Árnason. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 4863. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.

Presthúsabraut 25 3.jpg

Akrar, nýkomið að Presthúsabraut. Ljósm.: Jóhannes Gunnarsson. Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 41164. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir.

Saga:

Presthúsabraut 25, ágúst 2022. Ljósm.: Ja.is.

Í fasteignaskrá er húsið sem nú stendur við Presthúsabraut 25 sagt vera byggt árið 1907. Líklega mun húsið vera einhverjum árum eldra, því það sést á ljósmyndum sem sagðar voru teknar árið 1905 og 1906 og í myndatexta með einni myndinni kemur fram að húsið hafi verið byggt 1904.1Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 50606. Sótt 26. janúar 2024 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/.  Í bókinni Lífskraftur á landi og sjó kemur fram að Guðjón Þórðarson (1885-1941) hafi byggt húsið og að Guðjón hafi búið þar frá 1916 ásamt eiginkonu sinni, Ingiríði Bergþórsdóttur (1889-1958), til dauðadags. Þau gengu í hjónaband árið 1912 og eignuðust fimm börn. Ekki er vitað hver bjó í húsinu frá því það var byggt til ársins 1916, eða hvort ártöl séu eitthvað á reiki.2Bragi Þórðarson (2006). Lífskraftur á landi og sjó, bls. 11. Akranesi: Hörpuútgáfan

Í fyrrnefndri bók er athyglisverð frásögn um Ameríkuferð Guðjóns:

Sumarið 1896, þegar faðir minn var á ellefta ári, var hann sendur til Ameríku (líklega New York) til að létta á heimilinu. Hann fór einn síns liðs í þessa ferð með skipi. Þegar hann kom til Ameríku, eftir langa og erfiða sjóferð, bólaði ekkert á frænda hans, sem átti að taka á móti honum. Var þá ekki um margt að velja fyrir hinn dreng og slóst hann í för með fólki sem var á leið til Winnipeg.
Þar komst hann í vinnu hjá ekkju, sem átti stóran búgarð. Segir fátt af dvöl hans ytra, en þar þurfti hann að takast á við óblíð örlög. Kvaðst hann alltaf hafa átt þar eitt markmið, og það var að vinna fyrir fargjaldinu og komast aftur heim til Íslands. Þarna kynntist hann Indíánum, sem kenndu honum vel til verka. Af þeim lærði hann fiskveiðar í Winnipegvatni, m.a. að veiða gegnum ís, en vatnið var frosið mánuðum saman yfir veturinn. Með dugnaði og sjálfsaga tókst honum á næstu árum að vinna sér inn nægan farareyri til að komast heim. Það var árið 1909, en þá var hann 23 ára.3Bragi Þórðarson (2006), bls. 9-10.

Þegar húsið var byggt stóð það við Skólabraut 26 á Akanesi, nefnt Akrar, en var fært árið 1955 að Presthúsabraut 25. Húsinu hefur verið lítið breytt frá upphaflegri mynd, en það hefur verið múrhúðað að utan og gluggum breytt.4Bragi Þórðarson (2006). Lífskraftur á landi og sjó, bls. 11. Akranesi: Hörpuútgáfan; Ljósmyndasafn Akraness. Mynd nr. 4007. Sótt 19. júní 2023 af http://ljosmyndasafn.akranes.is/myndir; Oddur (1955, 3. júlí). Gömul hús víkja fyrir nýjum. Morgunblaðið, 42. árg., 147. tbl., bls. 2; Gísli S. Sigurðsson (1982). Gömul hús á Akranesi, bls. 1. Skrá tekin saman fyrir Húsafriðunarnefnd. Úr gagnasafni Minjastofnunar Íslands.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 31. janúar, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 31. janúar, 2024