Presthúsabraut 24, Akranesi
Saga:
Svokölluð Baldurhagalóð var þar sem nú er Suðurgata 97-103 á Akranesi. Á lóðinni stóð húsið Baldurshagi, sem „… var lítið járnklætt timburhús á frekar háum og lítið niðurgröfnum kjallara, líklega steinhlöðnum. Á húsinu var lágt ris og sexrúðu gluggar á stöfnum og suðurhlið og lítill gluggi á hvorum stafni. Fyrir miðri norðurhlið var inngangsskúr og trétröppur upp að útidyrum.“1Gísli S. Sigurðsson (2009). Svipast um á Suðurgötu. Þriðji hluti. Árbók Akurnesinga, 9. árg., bls. 127. Númer hússins við Suðurgötu er svolítið á reiki, líklega var það þó talið númer 97. Húsið byggðu hjónin Valgerður Hansdóttir (1878-1955) og Guðjón Ólafsson (1867-1913) árið 1908, en þau gengu í hjónaband árið áður. Þar bjuggu þau hjón þar til Guðjón lést árið 1913, en síðan bjó Valgerður þar með fósturbörnum sínum Guðmundi Magnússyni og Hansínu Guðmundsdóttur (1913-2001). Valgerður lést í janúar 1955. Eftir það var húsið flutt að Presthúsabraut 24 um 1955, þar sem það stendur enn.2Gísli S. Sigurðsson (2009), bls. 127-128; Bæjarfréttir (1955, 14. janúar). Bæjarblaðið, 1. tbl., 3. árg., bls. 4.
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 16. janúar, 2024
Heimildaskrá
- 1Gísli S. Sigurðsson (2009). Svipast um á Suðurgötu. Þriðji hluti. Árbók Akurnesinga, 9. árg., bls. 127.
- 2Gísli S. Sigurðsson (2009), bls. 127-128; Bæjarfréttir (1955, 14. janúar). Bæjarblaðið, 1. tbl., 3. árg., bls. 4.
Deila færslu
Síðast uppfært 16. janúar, 2024