Verslunin Álfafell á M0linni.  Sarpur. Menningarsögulegt gagnasafn. Mynd nr. BH5-5273. Sótt 7. febrúar 2024 af https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=2231379
Verslunin Álfafell á M0linni. Sarpur. Menningarsögulegt gagnasafn. Mynd nr. BH5-5273. Sótt 7. febrúar 2024 af https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=2231379

Organistahús – Álfafell, Hafnarfirði

Heiti: Organistahús - Álfafell
Byggingarár: 1883
Rifið: 1965
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Einar Einarsson og Sigríður Jónsdóttir ?
Aðrir eigendur:
1897: Magnús Blöndahl
Upphafleg staðsetning: : Brekkugata 14, Hafnarfirði
Flutt: 1897 að Strandgötu í Hafnarfirði

Saga:

Um 1883 var byggt hús á þeim stað þar sem nú (2024) er hús númer 14 við Brekkugötu í Hafnar­firði. Í því bjó Einar Einarsson (1853-1891) organisti, söngkennari og trésmiður og Sigríður Jónsdóttir (1851-1915) kona hans og því var húsið nefnt Organistahús. Ekki er vitað hvort þau hjón áttu húsið. Einar var talinn afar fjölhæfur smiður og smíðaði hann m.a. orgel að öllu leyti, saumavélar og stundaklukkur.1Magnús Jónsson (1970). Bær í byrjun aldar. Hafnarfjörður. Önnur útgáfa, bls. 40. [Hafnarfjörður:] Höfundur; Mannalát (1891, 13. janúar). Fjallkonan,  8. árg., 2. tbl., bls. 7 og 8.

Árið 1897 keypti athafna­maðurinn Magnús Blöndahl (1861-1931) húsið og flutti það „niður á Möl“, eða á þær slóðir sem nú er Strandgata í Hafnarfirði, vestan Hafnarfjarðarkirkju og íþróttahússins við Strandgötu. „Það var löngu síðar verslunin Álfafell og síðast sýningarskáli hús­gagna. Nú liggur Strandgatan eftir malarsvæðinu endilöngu og engin möl sjáanleg.“2Magnús Jónsson (1970), bls. 40. Í versluninni Álfafell, sem Jóhann Petersen (1920-1996) átti, var seld margvísleg vefnaðarvara.3Sarpur. Menningarsögulegt gagnasafn. Mynd nr. IS-0710.

Húsið var rifið árið 1965.4Sarpur. Menningarsögulegt gagnasafn. Mynd nr. BH5-5273.

 

Leitarorð: Hafnarfjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 7. febrúar, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 7. febrúar, 2024