Öldugata 8, Seyðisfirði
Saga:
Árið 1878 var virt reisulegt timburhús sem Jónas Th. Stephensen (1849-1929) trésmiður og verslunarmaður og kona hans Margrét Stefánsdóttir (1852-1928) höfðu reist sér á Fjarðaröldu í botni Seyðisfjarðar og nefndu Baldurshaga.1Þóra Guðmundsdóttir (2021). Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar, 2. útg., bls. 438. Seyðisfjörður: Seyðisfjarðarkaupstaður. Tveimur árum seinna bjuggu þau þar ásamt þremur ungum dætrum sínum, fimm vinnuhjúum og öðrum hjónum með tvö börn.2Manntalið 1880, Baldurshagi, Dvergasteinssókn, Norður-Múlasýslu. Sótt 4. ágúst 2020 af http://manntal.is/leit/J%C3%B3nas%20Stephensen/1880/1/1880/1120/149.
Að kvöldi 13. janúar 1882 skullu nokkur stór snjó- og vatnsflóð yfir byggðina á Fjarðaröldu og eyðilögðu mikið tvö íbúðarhús, nokkra báta og aðrar eignir. Eitt flóðið lenti m.a. á húsi þeirra Jónasar og Margrétar og tók með sér hluta af húsinu og allt sem þar var inni. Þar var m.a. herbergi sem Margrét svaf í með dætrum sínum þremur ásamt annarri konu og þremur börnum hennar sem leitað höfðu skjóls í Baldurshaga eftir að húsið sem hún bjó í varð fyrir flóði skömmu áður. „Einu barninu var náð í flæðarmálinu lifandi; konunar og hin börnin hreif flóðið með sjer langt út á fjörð. Menn brutust í náttmyrkinu gegnum íshroðann og náðu konunum, þótt furðulegt sje, með lífi og ósködduðum, en hin tvö börn týndust.“3Jón Bjarnason (1882, 7. febrúar). Snjó- og vatnsflóðið á Seyðisfirði. Norðanfari, 21. árg., 11.-12. tbl., bls. 24. Þetta skrifar Jón Bjarnason, sem virðist hafa búið í húsinu með þeim Margréti og Jónasi. Hann hvetur lesendur til að styrkja þau hjón því þau höfðu misst aleigu sína.4Jón Bjarnason (1882, 7. febrúar).
„Eftir þennan hörmulega atburð byggðu þau Margrét og Jónas Stephensen nýtt og stærra hús úr því, sem nothæft var úr hinu eldra, í landi Odda sunnar á Öldunni“ þar sem það stendur enn og er númer 8 við Öldugötu.5Þóra Guðmundsdóttir (2021), bls. 437. Hér má því deila um hvort húsið hafi verið flutt í bókstaflegri merkingu þess orð.
Húsið var virt aftur eftir að það hafði verið flutt á Oddatanga árið 1882.
Í virðingunni segir m.a.:
„Húsið var í vor sem leið flutt úr stað, stækkað og að nokkru leyti byggt að nýju. Það er nú 16 ál. langt 9 ál. breitt, 8 ½ al. á hæð; það er með gólfi, lopti og hanabjálka; niðri eru 4 herbergi og eldhús með skorsteini og eldstó; uppi eru 4 herbergi. …6Þóra Guðmundsdóttir (2021), bls. 438.
Árið 1887 keypti athafnamaðurinn T. I. Imsland húsið af þeim Margréti og Jónasi, sem fóru til Vesturheims nokkrum árum síðar, og síðan hafa fjölmargir búið í húsinu og það tekið miklum breytingum að utan sem innan. Um tíma voru fjórar íbúðir í húsinu, en síðan var því aftur breytt í fjölskylduhús.7Þóra Guðmundsdóttir (2021). bls. 438.
Leitarorð: Seyðisfjörður
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 14. desember, 2023
Heimildaskrá
- 1Þóra Guðmundsdóttir (2021). Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar, 2. útg., bls. 438. Seyðisfjörður: Seyðisfjarðarkaupstaður.
- 2Manntalið 1880, Baldurshagi, Dvergasteinssókn, Norður-Múlasýslu. Sótt 4. ágúst 2020 af http://manntal.is/leit/J%C3%B3nas%20Stephensen/1880/1/1880/1120/149.
- 3Jón Bjarnason (1882, 7. febrúar). Snjó- og vatnsflóðið á Seyðisfirði. Norðanfari, 21. árg., 11.-12. tbl., bls. 24.
- 4Jón Bjarnason (1882, 7. febrúar).
- 5Þóra Guðmundsdóttir (2021), bls. 437.
- 6Þóra Guðmundsdóttir (2021), bls. 438.
- 7Þóra Guðmundsdóttir (2021). bls. 438.
Deila færslu
Síðast uppfært 14. desember, 2023