Nýlendugata 45, í júlí 2022. Ljósm.: Ja.is.
Nýlendugata 45, í júlí 2022. Ljósm.: Ja.is.

Nýlendugata 45, Reykjavík

Heiti: Bakki - Vesturbakki
Byggingarár: 1917
Upphafleg notkun: Geymsluhús - Pakkhús
Fyrsti eigandi: Hjörtur Á. Fjeldsted
Upphafleg staðsetning: Bakkastígur (10), Reykjavík
Flutt: 1941 að Vesturgötu 52c, nú Nýlendugötu 45, Reykjavík

Saga:

Árið 1917 lét Hjörtur Á. Fjeldsted (1875-1938) byggja nýtt geymsluhús fyrir vestan íbúðarhús sitt Bakka við Bakkastíg í Reykjavík. Þegar húsið var virt vegna brunatrygginga í desember 1917 var það sagt vera byggt úr binding, klætt með borðum og járnvarið á veggjum og þaki. Í húsinu var timburgólf.1Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Brunavirðingar 1917 til 1920. Aðfnr. 739. Sótt 14. október 2023 af https://www.borgarskjalasafn.is/static/files/Midlun/Brunabotavirdingar/Brunavirdingar/739-bok-23-11-1917-til-13-11-1920-adfnr-739.pdf. Húsið stóð um 30 m norðaustur af Garðhúsi, sem er nú (2023) númer 24 við Mýrargötu. Þar eru nú stórt bílastæði.2Anna Lísa Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur Borgarsögusafni (2024, 2. janúar). Tölvupóstur.

Í febrúar 1941 er húsið aftur virt, en nú hefur það verið flutt að Vesturgötu 52c og er í eigu Guðmundar Jónssonar. Húsinu hafði nú verið breytt í íbúðarhús, sem var tæpir 48 m² að grunnfleti. Í matsgjörðinni segir:

Húsið er einlyft með risi og kjallara, bygt úr bindingi og með járnþaki á pappa og borðasúð. Utan á veggjum eru borðaþiljur pappi, listar og bárujárn. Í húsinu eru nú þegar fullbúin 3 íbúðarherbergi eldhús og gangur, alt þiljað innan veggfóðrað og málað. Rishæðin er enn ósundurhólfuð.
Í kjallarnum eru 2 geymsluherbergi og þvottahús, þar er steinsteypugólf.3Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Brunavirðingar 1937 til 1942. Aðfnr. 739. Sótt 14. október 2023 af https://www.borgarskjalasafn.is/static/files/Midlun/Brunabotavirdingar/Brunavirdingar/747-bok-21-06-1937-til-21-04-1942-adfnr-747.pdf.

Þegar húsið var flutt var því breytt samkvæmt teikningum Guðmundar H. Þorlákssonar byggingameistara og síðar var byggt við húsið og settar á það svalir og kvistur.4Páll V. Bjarnason o.fl. (2003). Mýrargötusvæði. Húsakönnun og fornleifaskráning, bls. 123. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla nr. 98. Sótt 14. október 2023 af https://husaskraning.minjastofnun.is/Husakonnun_12.pdf.

Árið 1970 var heimilisfangi hússins breytt í Nýlendugötu 45 og þar stendur húsið enn.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 2. janúar, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 2. janúar, 2024