Norðurgata 3 í ágúst 2017. Ljósm.: Ja.is.
Norðurgata 3 í ágúst 2017. Ljósm.: Ja.is.

Norðurvegur 3, Ísafirði

Byggingarár: 1853
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Ásmundur Sigurðsson beykir
Aðrir eigendur:
? : J. H. Jessen
1916: Guðmundur Guðmundsson
Upphafleg staðsetning: Mjógata 6, Ísafirði
Flutt: 1942 að Norðurvegi 3, Ísafirði

Saga:

Ásmundur Sigurðsson, sem ættaður var frá Reyðarfirði, var beykir í Hæstakaupstað á Ísafirði og einn fyrsti iðnaðarmaður á Ísafirði. Hann byggði hús þetta árið 1853 við Mjógötu og hefur hann þá líklega verið nýfluttur til Ísafjarðar. Fyrsta prentsmiðja Ísfirðinga var í upphafi sett niður í þessu húsi árið 1885, en var síðar flutt í hús við Pólgötu.1Jón Þ. Þór (1984). Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. I. bindi. Fram til árins 1866, bls. 218. Ísafirði: Sögufélag Ísfirðinga; Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (ódags.). Skutulsfjarðareyri. Húsakönnun á Ísafirði 1992-3, bls. 108. Handrit. Sótt 30. október 2023 af https://husaskraning.minjastofnun.is/Husakonnun_146.pdf; Jón Þ. Þór (1986). Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. II. bindi. Félags- og menningarsaga 1867-1920, bls. 68 og 178. Ísafirði: Sögufélag Ísfirðinga. „Heimildum ber saman um, að pressan hafi verið gömul og slitin og letrið afar fáskrúðugt.“2Jón Þ. Þór (1986), bls. 178. Það var þó ekki fyrr en 30. október árið eftir að fyrsti ísfirski prent­gripurinn leit dagsins ljós, 1. tbl. Þjóðviljans, því fyrr fékkst ekki leyfi til að starfrækja prentsmiðjuna.3Jón Þ. Þór (1986), bls. 178-184.

Í Húsakönnun sem gerð var á Ísafirði 1992-3 segir þetta um húsið:

Árið 1916 er húsið einlyft timburhús með risi og kjallara, klætt 33mm borðum. Áfastir skúrar við norðurgafl og miðhlið. …
Stærð: 338 m3 og 136,5 m2.4Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (ódags.), bls. 108.

Húsið var flutt að Norðurvegi 3 á Ísafirði árið 1942. Þá var byggð forstofa við húsið og það múrhúðað.5Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (ódags.), bls. 108 Þar stendur húsið enn.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023

Heimildaskrá

  • 1
    Jón Þ. Þór (1984). Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. I. bindi. Fram til árins 1866, bls. 218. Ísafirði: Sögufélag Ísfirðinga; Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (ódags.). Skutulsfjarðareyri. Húsakönnun á Ísafirði 1992-3, bls. 108. Handrit. Sótt 30. október 2023 af https://husaskraning.minjastofnun.is/Husakonnun_146.pdf; Jón Þ. Þór (1986). Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. II. bindi. Félags- og menningarsaga 1867-1920, bls. 68 og 178. Ísafirði: Sögufélag Ísfirðinga.
  • 2
    Jón Þ. Þór (1986), bls. 178.
  • 3
    Jón Þ. Þór (1986), bls. 178-184.
  • 4
    Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (ódags.), bls. 108.
  • 5
    Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (ódags.), bls. 108

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023