Mikladalsvegur 2, Patreksfirði
Saga:
Í fasteignaskrá er húsið sem nú stendur á lóð nr. 2 við Mikladalsveg á Patreksfirði sagt vera byggt 1946. Það mun þó ekki vera rétt því þetta ár var húsið flutt á þennan stað. Í húsaskráningu sem Gunnlaugur Björn Jónsson hefur gert og varðveitt er í gagnasafni Minjastofnunar Íslands segir að húsið hafi áður staðið þar sem hús nr. 9 við götuna Stekka á Patreksfirði stendur nú (2023). Þar segir jafnframt: „Óvíst er um aldur hússins en árið 1910 stóðu fimm hús á Stekkunum og mun þetta hús líklega vera Stekkar I sem stóð efst og yst á svokölluðu Stekkatúni og var þá eign Ingva Einarssonar daglaunamanns og smiðs. Húsið var upphaflega klætt tjörupappa og síðan bárujárni en var forskalað eftir flutning.“1Gunnlaugur Björn Jónsson (2019). Húsaskráning á Patreksfirði. Gagnasafn Minjastofnunar Íslands. Í gögnum frá eigendum hússins kemur hins vegar fram að húsið hafi verið flutt í heilu lagi frá Stekkum II. Þar var húsinu lýst sem timburstofu með einum moldarvegg og byggt hafi verið við húsið þegar því var komið fyrir á nýjum stað.2Gögn frá eigendum hússins sem varðveitt eru í gagnasafni Minjastofnunar Íslands. Í nóvember 2016 var húsinu lýst þannig:
Húsið er timburhús með hlöðnum sökklum og skorstein. Húsið er borið uppi af óeinangruðum timburútveggjum sem búið er að forskala utan á eldri bárujárnsklæðningu. Botnplata í eldri hluta hússins eru plötuklæddar sperrur ofan á skriðkjalla en í viðbyggingu er steypt plata.
Þakið er hefbundið tvíhallandi bárujárnsþak á eldra húsinu en einhalla á viðbyggingu. Geymsluloft er undir eldra þakinu.3Ferill (2016, nóvember). Mikladalsvegur 2, Patreksfjörður. Ástandsskýrsla. Í gagnasafni Minjastofnunar Íslands.
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 20. mars, 2024
Heimildaskrá
- 1Gunnlaugur Björn Jónsson (2019). Húsaskráning á Patreksfirði. Gagnasafn Minjastofnunar Íslands.
- 2Gögn frá eigendum hússins sem varðveitt eru í gagnasafni Minjastofnunar Íslands.
- 3Ferill (2016, nóvember). Mikladalsvegur 2, Patreksfjörður. Ástandsskýrsla. Í gagnasafni Minjastofnunar Íslands.
Deila færslu
Síðast uppfært 20. mars, 2024