Kirkjuvegur 3 um 1906. Heimild: Gláma-Kím (2021, 15. janúar). Vesturbær Hafnarfjarðar. Húsakönnun, bls. 67. Hafnarfjörður. Umhverfis- og skipulagssvið.
Kirkjuvegur 3 um 1906. Heimild: Gláma-Kím (2021, 15. janúar). Vesturbær Hafnarfjarðar. Húsakönnun, bls. 67. Hafnarfjörður. Umhverfis- og skipulagssvið.

Kirkjuvegur 3a, Hafnarfirði

Heiti: Hlið
Byggingarár: <1902
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: ?
Aðrir eigendur:
?: Jón Þórðarson og Guðrún Magnúsdóttir
1947: Guðrún Eiríksdóttir
Upphafleg staðsetning: Hlið, Álftanesi
Flutt: 1902 að Kirkjuvegi 3 í Hafnarfirði
Hvernig flutt: Tekið niður
Kirkjuvegur 3a 3

Kirkjuvegur 3a í Hafnarfirði líklega um 1960. Heimild: Magnús Jónsson (1960, 24. desember). Íbúar Hafnarfjarðar árið 1902. Alþýðublað Hafnarfjarðar, 19. árg., jólablað, bls. 7.

Kirkjuvegur 3a

Kirkjuvegur 3a, Hafnarfirði, í apríl 2024. Ljósm.: Höfundur.

Saga:

Árið 1885 gengu þau Guðrún Magnúsdóttir (1857-1947) og Jón Þórðarson (1854-1938) í hjónaband. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Hliði á Álftanesi en fluttu árið 1899 til Hafnarfjarðar. Jón var hreppstjóri Bessastaðahrepps í 12 ár, gerði út báta og var formaður, en eftir að hann flytur til Hafnarfjarðar var hann m.a. um sinn fyrsti rafljósavörður Íslands í rafstöð Jóhannesar Reykdal1Jóhannes Reykdal (1874-1946) var mikill frumkvöðull og athafnamaður í Hafnarfirði. Hann lagði stund á húsbyggingar, reisti trésmíðaverksmiðju, þar sem hann lét vatnsorku knýja vélarnar, reisti rafstöð þar sem hann framleiddi rafmagn til almenningsnota og rak stórbýli á jörðinni Setbergi og reisti loks íshús í Hafnarfirði, þar sem hann framleiddi ís fyrir togara Hafnfirðinga. (Merkir Íslendingar. Jóhannes Reykdal (2013, 18. janúar). Morgunblaðið, 101., árg., 14. tbl., bls. 43).. Jón var oftast kenndur við Hlið. Þau hjón voru barnlaus, en hjá þeim var fósturdóttir þeirra, Guðrún Eiríksdóttir (1894-1984). Fyrstu árin í Hafnarfirði leigði fjölskyldan á tveimur stöðum í bænum en árið 1902 reif Jón niður sitt gamla hús á Hliði og byggði það upp við Kirkjuveg, þar sem húsið hefur staðið síðan, fyrst númer 3 en þegar byggt var annað hús við gamla húsið árið 1915 eða 1916 fékk gamla húsið númerið 3a.2Gláma-Kím (2021, 15. janúar). Vesturbær Hafnarfjarðar. Húsakönnun, bls. 67. Hafnarfjörður. Umhverfis- og skipulagssvið; Magnús Jónsson (1970). Bær í byrjun aldar. Hafnarfjörður, bls. 98. Útg.: Höfundur; Húsaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar vegna vinnslu húsakönnunar í vesturbæ Hafnarfjarðar. Varðveitt í gagnasafni Minjastofnunar Íslands; Jóh. J. Reykdal (1938, 30. ágúst). Minningarorð um Jón Þórðarson. Morgunblaðið, 25. árg., 199. tbl., bls. 6.

Árið 1916 var húsið brunavirt og var því þá lýst þannig:

Húsið er ein hæð og með risi 2m. Niðri er því skipt í 3 stofur, anddyri og eldhús, klætt innan með panel, stofurnar fóðraðar, allt málað. Uppi er því skipt í 3 herbergi, anddyri og eldhús, klætt innan með panel og 2 herbergin fóðruð, allt málað. Húsið er raflýst og notað til íbúðar. 8 gluggar á húsinu.
Inngöngu skúr er áfastur við vesturhlið hússins með vatnshalla þaki. Stærð L. 1.80m.B.1,30m H. 2,50m. 1 gluggi á inngönguskúr.3Gláma-Kím (2021, 15. janúar), bls. 67.

Þau Guðrún og Jón bjuggu í húsinu til dauðadags, en þá erfði Guðrún fósturdóttir þeirra húsið,4Gláma-Kím (2021, 15. janúar), bls. 67. en nú (2023) á barnabarn og nafna Guðrúnar Eiríksdóttur húsið.

Þess má geta að Kirkjuvegur fékk nafn sitt af því að hann lá vestur að Görðum á Álftanesi þangað sem Hafnfirðingar sóttu kirkju áður en kirkjur risu í Hafnarfirði.5Gláma-Kím (2021, 15. janúar), bls. 3.

 

Leitarorð: Hafnarfjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 4. maí, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Jóhannes Reykdal (1874-1946) var mikill frumkvöðull og athafnamaður í Hafnarfirði. Hann lagði stund á húsbyggingar, reisti trésmíðaverksmiðju, þar sem hann lét vatnsorku knýja vélarnar, reisti rafstöð þar sem hann framleiddi rafmagn til almenningsnota og rak stórbýli á jörðinni Setbergi og reisti loks íshús í Hafnarfirði, þar sem hann framleiddi ís fyrir togara Hafnfirðinga. (Merkir Íslendingar. Jóhannes Reykdal (2013, 18. janúar). Morgunblaðið, 101., árg., 14. tbl., bls. 43).
  • 2
    Gláma-Kím (2021, 15. janúar). Vesturbær Hafnarfjarðar. Húsakönnun, bls. 67. Hafnarfjörður. Umhverfis- og skipulagssvið; Magnús Jónsson (1970). Bær í byrjun aldar. Hafnarfjörður, bls. 98. Útg.: Höfundur; Húsaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar vegna vinnslu húsakönnunar í vesturbæ Hafnarfjarðar. Varðveitt í gagnasafni Minjastofnunar Íslands; Jóh. J. Reykdal (1938, 30. ágúst). Minningarorð um Jón Þórðarson. Morgunblaðið, 25. árg., 199. tbl., bls. 6.
  • 3
    Gláma-Kím (2021, 15. janúar), bls. 67.
  • 4
    Gláma-Kím (2021, 15. janúar), bls. 67.
  • 5
    Gláma-Kím (2021, 15. janúar), bls. 3.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 4. maí, 2024