Amsterdam, Siglufirði. Ljósm.: Kristfinnur Guðjónsson. Ljósmyndasafn Siglufjarðar. Mynd nr. G-2121.
Amsterdam, Siglufirði. Ljósm.: Kristfinnur Guðjónsson. Ljósmyndasafn Siglufjarðar. Mynd nr. G-2121.

Íragerði 4, Stokkseyri

Heiti: Amsterdam
Byggingarár: ≈ 1900
Upphafleg notkun: Íbúðarhús - verbúð ?
Fyrsti eigandi: Thormod Bakkevig
Aðrir eigendur:
?: Þórður Þórðarson
1980: Þórður Vigfússon
Upphafleg staðsetning: Tjarnargata 11, Siglufirði
Flutt: 1981 að Íragerði 4, Stokkseyri

Saga:

Talið er að hús þetta hafi verið „… eitt af mörgum húsum sem norski útgerðarmaðurinn Thormod Bakkevig byggði …  á Siglufirði frá 1904-1919. Meðal húsa Bakkevigs þarna á svæðinu voru fyrsta fiskimjölsverksmiðjan á Íslandi og fyrsta tunnuverksmiðjan.“1Fréttavefurinn Lífið á Sigló (2005, 9. desember). Sótt 21. mars 2024 af https://sites.google.com/view/lifid-a-siglo/l%C3%ADfi%C3%B0-%C3%A1-sigl%C3%B3/l%C3%ADfi%C3%B0-%C3%A1-sigl%C3%B3-2005/l%C3%ADfi%C3%B0-1-10-desember-2005

Húsið var nýtt af starfsfólki Bakkevigs. Árið 1919 eftir mannskætt snjóflóð sem gekk yfir bæinn Neðri-Skútu við austanverðan Siglufjörð fékk Einar Hermannsson og fjölskylda hans inni í húsi Bakkevigs.2Síldarminjasafn Íslands (2019, 17. apríl). Mannskæðra snjóflóða minnst. Sótt 21. mars 2024 af http://www.sild.is/frettir/100-ar-fra-snjoflodi

Eflaust hafa oft orðið eigendaskipti á húsinu, en það var m.a. aðsetur verkstjóra hins mikla athafnamanns Óskars Halldórssonar (f. 1893- d. 1953).

Húsið stóð neðst við Aðalgötu, skáhallt á móti húsi björgunarsveitarinnar, og var númer 11 við Tjarnargötu. Húsið var ætíð nefnt Amsterdam. Ástæða nafngiftarinnar er ekki kunn, en vera má að nafnið Amsterdam hafi þótt við hæfi því annað hús sem Bakkevig átti í nágrenninu var kallað Rotterdam.3Lífið á Sigló (2005, 9. desember); Jón Ólafur Björgvinsson (2021, 22. maí) Horfin eru hús og heill æskuheimur! 1. hluti. Sótt 17. mars 2024 af https://trolli.is/horfin-eru-hus-og-heill-aeskuheimur-1-hluti-55-myndir/.

Íragerði 4, Stokkseyri, í ágúst 2013. Ljósm.: https://www.google.com/maps.

„Síðast átti Þórður Þórðarson í Hrímni húsið og um 1980 bauð hann það nokkrum mönnum að gjöf. Sá sem þáði það var Þórður Vigfússon [1945-2009], þáverandi framkvæmdastjóri Þormóðs ramma. Með hjálp nokkurra Siglfirðinga tók hann húsið niður (en það er stokkbyggt) og setti það saman aftur á Stokkseyri á nýjum kjallara.“4Fréttavefurinn Lífið á Sigló (2005, 9. desember).

Húsið stendur enn við Íragerði 4 á Stokkseyri.5Guðmundur L. Hafsteinsson (2010, 17. september). Skráning húsa á Stokkseyri. Í gagnasafni húsafriðunarnefndar.

 

Leitarorð: Siglufjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 25. mars, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 25. mars, 2024