Húsið við Hverfisgötu 90 sem var byggt 1902 er annað hús frá hægri á myndinni. Myndin er frá 1972. Ljósm.: Sveinn Þórðarson. Borgarsögusafn. Myndasafn. Mynd nr. SÞÓ ÁBS 590.
Húsið við Hverfisgötu 90 sem var byggt 1902 er annað hús frá hægri á myndinni. Myndin er frá 1972. Ljósm.: Sveinn Þórðarson. Borgarsögusafn. Myndasafn. Mynd nr. SÞÓ ÁBS 590.

Hverfisgata 88, Reykjavík

Byggingarár: 1902
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Sveinn Jón Einarsson
Upphafleg staðsetning: Hverfisgata 90, Reykjavík
Flutt: Um 2020 að Hverfisgötu 88, Reykjavík
Hverfisgata 90 1

Hverfisgata 90, Reykjavík, sennilega skömmu áður en húsið var flutt. Ljósm. úr gagnasafni Minjastofnunar Íslands.

Hverfisgata 90 2

Hverfisgata 88, Reykjavík, í ágúst 2023. Ljósm.: Ja.is.

Saga:

Í desember 1902 var virt einloftað hús með lágu risi sem Sveinn Jón Einarsson steinsmiður hafði látið byggja við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar fékk húsið númerið 90 við Hverfisgötu. Húsið var byggt úr bindingi. Á austurgafli og suðurhlið var húsið klætt að utan með borðum og járni þar yfir, en á vesturgafl og norðurhlið voru klædd með liggjandi klæðningu. Á þaki var járn á plægðri súð. Þrjú íbúðarherbergi voru í húsinu ásamt eldhúsi. Allt húsið var þiljað að innan og auk þess var panelpappi á veggjum í herbergjum og málaður strigi og pappír í loftum. Tveir ofnar og ein eldavél var í húsinu. Kjallari var undir húsinu. Við suðurgafl hússins var anddyri, sem hólfað var í tvennt.1Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Brunabótavirðingar 1900 til 1905. Aðf.nr. 735. Brunav.nr.: 710. Sótt 3. nóvember 2024 af https://www.borgarskjalasafn.is/static/files/Midlun/Brunabotavirdingar/Brunavirdingar/735-bok-02-04-1900-til-13-11-1905-adfnr-735.pdf.

Þegar hafist var handa vð byggingu reisulegs steinsteypts húss á sömu lóð árið 1912 var húsið frá 1902 fært til á lóðinni og stóð eftir það fast upp við austurgafl steinsteypta hússins, þannig að húsin tvö stóðu í línu við Hverfisgötuna.2Nikulás Úlfar Másson og Margrét Jónsdóttir (1999). Byggingasaga, ekkert bls.tal. Reykjavík: Árbæjarsafn. Skýrsla nr. 74.

Í mars 2017 heimilaði Minjastofnun Íslands að húsið við Hverfisgata 90, sem byggt var 1902, yrði flutt á lóðina númer 88 við Hverfisgötu og endurbyggð þar í breyttri mynd. Í desember 2020 heimilaði stofnunin með ákveðnum skilyrðum niðurrif steinhússins frá 1912.3Bréf Minjastofnunar Íslands til Jóns Stefáns Einarssonar arkitekts, dags. 22. mars 2017. Gagnasafn Minjastofnunar Íslands; Bréf Minjastofnunar Íslands til umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, dags. 16. desember 2020. Gagnasafn Minjastofnunar Íslands.

Í kjölfarið var húsið flutt að Hverfisgötu 88. Þar stendur húsið nú í talsvert breyttri mynd, en hér verður ekki tekin afstaða til þess hve mikið er eftir að hinu upprunalega húsi frá 1902.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 3. nóvember, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 3. nóvember, 2024