Grjótagata 11, Reykjavík
Tjarnargata 3c, Reykjavík, 1975-1987. Ljósm.: Kristinn Guðmundsson. Sarpur. Menningarsögulegt gagnasafn. Mynd nr. KG-142. Sótt 24. júlí 2024 af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1732901.
Grjótagata 11, Reykjavík, árið 2002. Ljósm.: Árni Sæberg. Heimild: Perla Torfadóttir (2002, 19. júní). Leikfélag Reykjavíkur var stofnað í húsinu. Morgunblaðið, C, 90. árg., 141. tbl., bls. 2.
Saga:
Í júlí árið 1880 fékk Lúðvíg A. Knudsen (1822-1896) verslunarmaður og bókhaldari leyfi til að byggja hús sunnan við Kirkjustræti 4 í Reykjavík, á lóð sem náði alveg suður að Tjörn. Fyrst var húsið skráð við Kirkjustræti 6, en síðar varð húsið númer 3c við Tjarnargötu. Húsið átti að standa við götu sem fyrirhuguð var í framhaldi af Veltusundi suður að Tjörn. Sú gata var aldrei lögð og því stóð húsið alltaf svolítið einkennilega, eiginlega miðja vegu á húsanna sem nú er númer 8 við Kirkjustræti og 10 við Vonarstræti.1Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1987). Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur, bls. 253. Reykjavík: Torfusamtökin; Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl). Endurnýjun lífdaga. Frjáls verslun, 51. árg., 4. tbl., bls. 26-34; Mjöll Snæsdóttir (1998). Alþingishússreitur. Samantekt um mannvistarleifar á svæðinu vestan Alþingishúss, sem afmarkast af Vonarstræti, Tjarnargötu og Kirkjustræti, bls. 8. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.
Í október 1880 var hús Knudsens virt til brunabóta. Þá var húsinu lýst þannig:
L.A. Knudsen hefur látið byggja íbúðarhús á lengd 12 3/4 alin og á breidd 121/4 alin. Hæð 5 álnir úr bindingi, ómúruðum en með plægðum plönkum í bindingnum, með járnþaki á súð. Húsið er allt klætt utan með borðum. Þar eru fjögur svefnherbergi auk eldhúss. Undir húsinu er kjallari.2Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl), bls. 28 og 30.
Skúr var byggður við suðurgafl hússins árið 1883 og inngönguskúr var byggður við húsið árið 1917 og á það settur kvistur.3Nikulás Úlfar Másson (2000). Byggingasaga. Grjótaþorp, bls. 22. Skýrslur Árbæjarsafn LXXIX.
Waage (1881-1960) leikkona. Í endurminningum sínum, Lifað og leikið, segir hún frá uppvexti sínum í húsinu.
Árið 1887 keypti Indriði Einarsson [1851-1939] endurskoðandi húsið og bjó hann þar ásamt fjölskyldu sinni um hálfrar aldar skeið. Indriði Einarsson var um tíma aðstoðarmaður landfógeta við endurskoðun landreikninga. Síðar varð hann fulltrúi í fjármáladeild Stjórnarráðsins. Kona hans var Marta María [1851-1931], dóttir Guðrúnar og Péturs Guðjohnsens organista, og var hún alin upp í Tjarnargötu 6 og víðar í nágrenninu. Indriði var framámaður í góðtemplarahreyfingunni og einnig var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur árið 1987. Hann samdi einnig leikrit og er Nýársnóttin sennilega þeirra þekktast. Dætur þeirra Mörtu og Indriða komu einnig við sögu Leikfélagsins.4Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1987), bls. 253.
Ein dætranna var Eufemia Waage (1881-1960) leikkona. Í endurminningum sínum, Lifað og leikið, segir hún frá uppvexti sínum í húsinu.
Þorsteinn Sigurðsson (1894-1968) kaupmaður í versluninni Bristol í Reykjavík eignaðist húsið árið 1940, en árið 1954 keypti Samband íslenskra samvinnufélaga það. Árið 1982 eignaðist Alþingi húsið og síðustu árin nýttu AA-samtökin húsið til fundahalda.5Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1987), bls. 253; Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl).
Árið 1990 var húsið orðið fyrir á lóðinni og keyptu þau Finnur Guðsteinsson og Fanney Sigurðardóttir húsið með því skilyrði að flytja það á lóð á horni Grjótagötu og Garðastrætis og húsið varð Grjótagata 11.6Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl). Þar var steyptur nýr kjallari undir húsið og húsið gert upp á fjórum árum svo mikill sómi er að og auðséð að eigendur hafa verið trúir uppruna hússins og vandað vel til verka.
Húsinu var lýst þannig árið 1992:
Grjótagata 11 er samtals 152.7 fermetrar að grunnfleti. í kjallara, sem er 59.7 fermetrar að stærð, er geymsla, herbergi, þvottahús, skáli og baðherbergi. Miðhæðin er 60.6 fermetrar og skiptist í forstofu, rúmgott eldhús með dyrum út á verönd og tvær stofur sem snúa til suðvesturs. Risið, sem er 59.7 fermetrar skiptist í tvö rúmgóð svefnherbergi, skála og bað.7Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl), bls. 33.
Árið 2002 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur. Nefndin taldi húsið vera góðan fulltrúa þeirra húsa sem tómthúsmenn og borgarar byggðu í Reykjavík á öndverðri 19. öld og þótti húsið hafa mikið varðveislugildi í menningar- og byggingarlistasögulegu tilliti.8Vottur um þess tíma byggingarlag (2002, 7. ágúst). Morgunblaðið, 90. árg., 182. tbl., bls. 13.
Þeim sem vilja fræðast meira um endurbyggingu hússins er bent á þessar tvær blaðagreinar:
Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl). Endurnýjun lífdaga. Frjáls verslun, 51. árg., 4. tbl., bls. 26-34
Perla Torfadóttir (2002, 19. júní). Leikfélag Reykjavíkur var stofnað í húsinu. Morgunblaðið, C, 90. árg., 141. tbl., bls. 2.
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 24. júlí, 2024
Heimildaskrá
- 1Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1987). Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur, bls. 253. Reykjavík: Torfusamtökin; Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl). Endurnýjun lífdaga. Frjáls verslun, 51. árg., 4. tbl., bls. 26-34; Mjöll Snæsdóttir (1998). Alþingishússreitur. Samantekt um mannvistarleifar á svæðinu vestan Alþingishúss, sem afmarkast af Vonarstræti, Tjarnargötu og Kirkjustræti, bls. 8. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.
- 2Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl), bls. 28 og 30.
- 3Nikulás Úlfar Másson (2000). Byggingasaga. Grjótaþorp, bls. 22. Skýrslur Árbæjarsafn LXXIX.
- 4Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1987), bls. 253.
- 5Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1987), bls. 253; Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl).
- 6Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl).
- 7Valþór Hlöðversson (1992, 1. apríl), bls. 33.
- 8Vottur um þess tíma byggingarlag (2002, 7. ágúst). Morgunblaðið, 90. árg., 182. tbl., bls. 13.
Deila færslu
Síðast uppfært 24. júlí, 2024