Grænamýri, Hofsósi, Skagafirði
Saga:
Bær við Höfðavatn á Höfðaströnd hefur verið stórbýli og höfuðból að fornu og nýju, þar sem stundaður hefur verið margvíslegur búskapur, fjárrækt, mjólkurframleiðsla, sjávarútvegur, æðarvarp, silungsveiði í Höfðavatni, hrossarækt og nú síðustu ár hefur verið þar listasetur.
Árið 1900 tók Jón Konráðsson (1876-1957) við búi í Bæ af föður sínum og stóð þar m.a. að útgerð. Sama ár flutti Stefán Jóhannsson (1874-1939) þangað, en þeir gerðu m.a. út vélbátinn Val, sem Stefán var formaður á.1Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason og Kári Gunnarsson (2014). Byggðasaga Skagafjarðar. VII. bindi. Hofshreppur, bls. 381-401. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sauðárkróki. Sögufélag Skagfirðinga; Björn í Bæ (1977, 1. október). Jóhannes Stefánsson – minning. Morgunblaðið, 64. árg., 217. tbl., bls. 34; Jóhannes Sigurðsson (1970). Horft til baka. Menn og umhverfi, bls. 200-201. Skagfirðingabók, 5. árg., 1. tbl., 190-204.
Árið 1913 reistu þau hjón Stefán og Hólmfríður Þorsteinsdóttir (1869-1949) sér íbúðarhús í Bæ „… skammt neðan við grunn gamla torfbæjarins. Húsið var með járnþaki, að utanmáli 10×8 álnir. … Steinlímdur kjallari var undir húsinu, þriggja álna hár. Gluggar voru 5 og húsgrindin öll úr 4×4 tommu plönkum, klæðning úr tommu þykkum borðum, plægðum, hefluðum og strikuðum. Síðar var byggður við húsið steinsteyptur skúr með járnþaki.“ Hús þetta var ætíð nefnt Stefánshús.2Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason og Kári Gunnarsson (2014)., bls. 385.
Synir þeirra hjóna, Þorsteinn og Jóhannes, byggðu einnig hús fyrir sig og fjölskyldur sínar í Bæ. Um það má lesa hér.
Árið 1934 virðist litlu hafa munað að bæði Stefán og Hólmfríður létu bæði lífið þegar þau fundust meðvitunarlaus í Bæ. Álitið var að spjald í ofnpípunni hafi snúist af súg í ofninum.3Hjón veikjast af kolsýrulofti (1934, 24. febrúar). Alþýðublaðið, 15. árg., 107. tbl., bls. 4.
Stefán Jóhannesson fórst 7. febrúar árið 1939 með vélbátnum Þengli frá Akureyri ásamt 8 öðrum, þegar báturinn var á leið frá Hofsósi til Akureyri.4Sorgleg tíðindi (1939, 16. febrúar). Dagur, 22. árg., 7. tbl., bls. 1.
Ári síðar seldu synir Stefáns húsið Kristjáni Þorsteinssyni (1894-1953) frá Naustum. Hann reif það seinni partinn í júní 1940 og endurbyggði það utan við Hofsós að norðanverðu, skammt þar frá þar sem nú (2024) stendur hraðfrystihús við Norðurbraut. Þar var húsið notað sem íbúðarhús, nefnt Grænamýri, en um 1980 mun það hafa verið brennt.5Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason og Kári Gunnarsson (2014), bls. 385; Katrín Gunnarsdóttir (2001). Grafarós og Hofsós. Fornleifaskráning, bls.tal vantar. Byggðasafn Skagfirðinga. Rannsóknaskýrslur 5.
Leitarorð: Skagafjörður
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 3. september, 2024
Heimildaskrá
- 1Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason og Kári Gunnarsson (2014). Byggðasaga Skagafjarðar. VII. bindi. Hofshreppur, bls. 381-401. Ritstjóri og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sauðárkróki. Sögufélag Skagfirðinga; Björn í Bæ (1977, 1. október). Jóhannes Stefánsson – minning. Morgunblaðið, 64. árg., 217. tbl., bls. 34; Jóhannes Sigurðsson (1970). Horft til baka. Menn og umhverfi, bls. 200-201. Skagfirðingabók, 5. árg., 1. tbl., 190-204.
- 2Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason og Kári Gunnarsson (2014)., bls. 385.
- 3Hjón veikjast af kolsýrulofti (1934, 24. febrúar). Alþýðublaðið, 15. árg., 107. tbl., bls. 4.
- 4Sorgleg tíðindi (1939, 16. febrúar). Dagur, 22. árg., 7. tbl., bls. 1.
- 5Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason og Kári Gunnarsson (2014), bls. 385; Katrín Gunnarsdóttir (2001). Grafarós og Hofsós. Fornleifaskráning, bls.tal vantar. Byggðasafn Skagfirðinga. Rannsóknaskýrslur 5.
Deila færslu
Síðast uppfært 3. september, 2024