Golfskálinn við Blönduósi í maí 2010. Ljósm.:  Höfundur.
Golfskálinn við Blönduósi í maí 2010. Ljósm.: Höfundur.

Golfskálinn á Vatnahverfisvelli við Blönduós

Heiti: Bræðsluhúsið - Bræðslubúðin - Golfskáli
Byggingarár: 1878
Fyrsti eigandi: Höepfner kaupmaður
Upphafleg staðsetning: Innan Blöndu, þar sem gatan Brimslóð er
Flutt: ≈ 1950 á golfvöll í Vatnahverfi við Blönduós

Saga:

Hús þetta var byggt árið 1878 af sömu smiðum og byggðu Pétursborg sem enn stendur við enda götunnar Brimslóðar á Blönduósi (Brimslóð 2-6), innan eða sunnan Blöndu. Húsið var kallað Bræðslubúðin og var þar bræddur mör á haustin til útflutnings. Húsin stóðu í þyrpingu húsa á lóð Höepfnersverslunar og var þetta hús norðarlega vestast á lóðinni. Sperrur hússins voru reistar í júlí og hefur það því væntanlega verið tilbúið til notkunar fyrir sláturtíð um haustið. Í húsinu sváfu oft aðkomnir verkamenn. Húsið var blámálað að innan og þar var stór pottur sem mörinn var bræddur í. Um 1950 reif Guðmann Hjálmarsson smiður húsið og er talið að það hafi verið flutt eða viðir þess notaðir í golfskála í svokölluðu Vatnahverfi við Blönduós.1Pétur Sæmundsen (1975). Blönduós. Drög að sögu fram um 1940, bls. 425. Í Sigurður Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstjórar), Húnaþing I, bls. 420-473. [Akureyri:] Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga; Jón Arason (2010, 29. apríl og 5. ágúst). Munnleg heimild; Jón Arason (2008). Af gömlum bókum. Húnavaka, 48. ár, bls. 97-102; Jón Eyþórsson (1964). Austur-Húnavatnssýsla. Árbók Ferðafélags Íslands MCMLXIV, bls. 19. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023

Heimildaskrá

  • 1
    Pétur Sæmundsen (1975). Blönduós. Drög að sögu fram um 1940, bls. 425. Í Sigurður Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstjórar), Húnaþing I, bls. 420-473. [Akureyri:] Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga; Jón Arason (2010, 29. apríl og 5. ágúst). Munnleg heimild; Jón Arason (2008). Af gömlum bókum. Húnavaka, 48. ár, bls. 97-102; Jón Eyþórsson (1964). Austur-Húnavatnssýsla. Árbók Ferðafélags Íslands MCMLXIV, bls. 19. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023