Eyri á árunum 1948 til 1955. Ljósm.: Gunnar Rúnar Ólafsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Mynd nr. GRÓ 006 090 3-1.jpg. Sótt 28. desember 2023 af https://ljosmyndasafn.reykjavik.is/.
Eyri á árunum 1948 til 1955. Ljósm.: Gunnar Rúnar Ólafsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Mynd nr. GRÓ 006 090 3-1.jpg. Sótt 28. desember 2023 af https://ljosmyndasafn.reykjavik.is/.

Eyri, Ingólfsfirði

Byggingarár: 1916
Upphafleg notkun: Íveruhús
Fyrsti eigandi: Hans Langvad
Aðrir eigendur:
1928: Guðjón Guðmundsson hreppsstjóri
1971: Ólafur Ingólfsson
Upphafleg staðsetning: Valleyri, Ingólfsfirði
Fyrst flutt: 1929 að Eyri, Ingólfsfirði

Saga:

Sveinn Björnsson tók lóð á leigu á svonefndri Valleyri við vestanverðan Ingólfsfjörð árið 1916. Hann framseldi síðan leiguna til norska síldarkaupmannsins Hans Langvad frá Álasundi. Hann kom til landsins samsumars, byggði söltunarstöð í miklum flýti og hóf að salta síld. Jafnframt byggði hann íbúðarhús fyrir söltunarfólkið sitt. Langvad stóð þó ekki lengi við því sumurin 1918 og 1919 rak Guðmundur Kristjánsson skipamiðlari stöðina, en um söltunina fyrir hann sá Jónas Sveinsson síðar læknir.

Eyri í júlí 2010. Ljósm.: Höfundur.

Íveruhúsið var flutt inn á Eyri árið 1929 og er enn nýtt sem íbúðarhús, en merki húsgrunnsins sjást enn á Valleyri.1Hreinn Ragnarsson (2007). Söltunarstaðir á 20. öld. Í Hreinn Ragnarsson og Steinar J. Lúðvíksson (ritstjórar), Silfur hafsins. Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga, bls. 290. 2. bindi, bls. 281-360. Reykjavík: Nesútgáfan; Þorsteinn Matthíasson (1973). Hrundar borgir. Djúpavík, Ingólfsfjörður og Gjögur, bls. 163. [Reykjavík:] Bókamiðstöðin; Haukur Jóhannesson (2000). Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum, bls. 98. Í Hjalti Kristgeirsson (ritstjóri), Í strandbyggðum norðan lands og vestan. Árbók Ferðafélags Íslands 2000, bls. 45-117. Reykjavík: Ferðafélag Íslands. Það var Guðjón Guðmundsson hreppsstjóri Árnes­hrepps sem flutti húsið og bjó hann í því til dauðadags árið 1971. Guðjón klæddi húsið með bárujárni en eftir 1950 var húsið múrhúðað að utan.2Ólafur Ingólfsson (1997, 27. janúar). Bréf til Húsafriðunarnefndar. Verknr. 2112 í gagnasafni Húsafriðunarnefndar. Nú hefur aftur verið sett bárujárn á húsið.

 

Leitarorð: Ingólfsfjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 28. desember, 2023

Heimildaskrá

  • 1
    Hreinn Ragnarsson (2007). Söltunarstaðir á 20. öld. Í Hreinn Ragnarsson og Steinar J. Lúðvíksson (ritstjórar), Silfur hafsins. Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga, bls. 290. 2. bindi, bls. 281-360. Reykjavík: Nesútgáfan; Þorsteinn Matthíasson (1973). Hrundar borgir. Djúpavík, Ingólfsfjörður og Gjögur, bls. 163. [Reykjavík:] Bókamiðstöðin; Haukur Jóhannesson (2000). Lesið í landið í Árneshreppi á Ströndum, bls. 98. Í Hjalti Kristgeirsson (ritstjóri), Í strandbyggðum norðan lands og vestan. Árbók Ferðafélags Íslands 2000, bls. 45-117. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
  • 2
    Ólafur Ingólfsson (1997, 27. janúar). Bréf til Húsafriðunarnefndar. Verknr. 2112 í gagnasafni Húsafriðunarnefndar.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 28. desember, 2023