Brattakinn 23, Hafnarfirði
Brattakinn 23, Hafnarfirði, áður en húsinu var breytt 2015. Ljósm.: Rósa Karen Borgþórsdóttir. Sótt 26. apríl 2024 af https://www.facebook.com/photo/?fbid=10206439078805632&set=oa.852767801483982.
Brattakinn 23, líklega árið 2022. Ljósm.: Geir Gunnlaugsson. Sótt 24. apríl 2024 af https://api.flickr.com/photos/gaflarinn/52231395837/in/album-72177720300727074/
Saga:
Segja má að uppbygging Kinnahverfisins hafi hafist árið 1947 þegar fyrstu húsin voru byggð við Köldukinn. Flutningshús voru flutt á svæðið og sett niður árið 1949 en formlegt skipulag fyrir hverfið var ekki samþykkt fyrr en í desember 1951. Í frétt í Alþýðublaðinu frá þeim tíma segir meðal annars: „Milli 40 og 50 umsóknir um smáhúsalóðir í Hafnarfirði. Sérstakt hverfi ætlað húsunum, en bærinn leggur til teikningar ókeypis. /…/ Hafnarfjarðarbær hefur skipulagt sérstakt hverfi fyrir þessi hús ofarlega í bænum þar, sem eru svo kallaðar Kinnar. /…/ Þeir sem þess óska geta fengið ókeypis teikningar að húsum þessum hjá bænum, en einnig er þeim leyfilegt að láta teikna hús eftir eigin fyrirsöng.“ Nokkuð var um að eldri hús í bænum væru flutt í hverfið og olli það í sumum tilfellum deildum [sic]. Dæmi um það er hús sem áður var Reykjavíkurvegur 4 en það þurfti að víkja þaðan vegna breikkunar götunnar. Þá sendu fjöldi íbúa hverfisins bréf til bæjarins til að mótmæla þeim flutningi en í frétt Alþýðublaðsins sagði meðal annars um það mál „Hafnarfjörður fer að verða furðulegur bær. Ætli menn að byggja bílskúr, verða þeir að hlíta ströngum reglum byggingarsamþykktar en Pétur og Páll viðrast geta dröslað aflógahjöllum eftirlitslaust á grunna, a.m.k. í Kinnahverfinu.1Málfríður Kristjánsdóttir, Björn Pétursson, Rósa Karen Borgþórsdóttir o.fl. (2020). Kinnar, íbúðahverfi Hafnarfirði, bls. 2.
Flest eða öll húsin sem bera oddatölunúmer við Bröttukinn eru aðflutt hús.
Um húsið sem nú stendur við Bröttukinn 23 í Hafnarfirði segir í húsakönnun sem gerð var árið 2020:
Húsið stóð áður sem Reykjavíkurvegur 16 og var byggt 1909. Guðmundur Einarsson trésmíðameistari (hjá Dverg) byggði og bjó í húsinu á Reykjavíkurvegi. Húsið var einlyft með tveggja metra risi. Undir því öllu var kjallari notaður til geymslu. Við gaflinn var anddyri og inngönguskúr við bakhlið. Árið 1940 var Guðríður Þórðardóttirein eigandi hússins. Lóðinni við Bröttukinn var úthlutað 30.8.1955 og var Sigurður Einarsson leigutaki. Byggingarnefndarteikning fyrir Bröttukinn var samþykkt 1957. Trésmíðameistari, Þór Fr. Jónsson. Hækkun á þaki og kvistir var fyrst samþykkt 1983 er unnið hefur verið að endurbótum síðan 2015. Gluggar færðir til upprunalegs horfs.Kjallari einangraður og plötuklæddur að utan.2Málfríður Kristjánsdóttir, Björn Pétursson, Rósa Karen Borgþórsdóttir o.fl. (2020), bls. 34.
Guðmundur Einarsson (1883-1968) var þekktur maður í Hafnarfirði á sínum tíma, bæði í atvinnu- og félagslífi. M.a. hóf hann rekstur trésmiðjunnar Dvergs ásamt öðrum, var einn stofnenda fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og beitti sér mjög fyrir byggingu kirkju safnaðarins, sat í bæjarstjórn og átti frumkvæðið að ræktun og friðun Hellisgerðis, sem málfundafélagið Magni tók að sér fyrir hans tilstilli. Hann var lengi framkvæmdastjóri Dvergs en síðustu starfsárin var hann umboðsmaður Brunabótafélags Íslands í Hafnarfirði. Árið 1918 kvæntist hann Jónu Kristjánsdóttur (1879-1961) og eignuðust þau einn son, Sigurgeir (1918-1984), sem varð skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði og síðar forstjóri St. Jósepsspítalans í Hafnarfirði.3Fimmtíu ára. Fríkirkjan í Hafnarfirði (1964, 1. janúar). Eining, 22. árg., 1.-2. tbl., bls. 11; Páll V. Daníelsson (1968, 5. júlí). Guðmundur Einarsson trésmíðameistari – Minning. Morgunblaðið, 55. tbl., 139. tbl., bls. 18; Minnig: Sigurgeir Guðmundsson fv. skólastjóri (1984, 17. maí). Morgunblaðið, 71. árg., 111. tbl., bls. 40-41.
Þegar Reykjavíkurvegur var breikkaður þurfti að fjarlægja húsið.4Rósa Karen Borgþórsdóttir, Byggðasafni Hafnarfjarðar (2015, 10. apríl). Tölvupóstur.
Leitarorð: Hafnarfjörður
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 26. apríl, 2024
Heimildaskrá
- 1Málfríður Kristjánsdóttir, Björn Pétursson, Rósa Karen Borgþórsdóttir o.fl. (2020). Kinnar, íbúðahverfi Hafnarfirði, bls. 2.
- 2Málfríður Kristjánsdóttir, Björn Pétursson, Rósa Karen Borgþórsdóttir o.fl. (2020), bls. 34.
- 3Fimmtíu ára. Fríkirkjan í Hafnarfirði (1964, 1. janúar). Eining, 22. árg., 1.-2. tbl., bls. 11; Páll V. Daníelsson (1968, 5. júlí). Guðmundur Einarsson trésmíðameistari – Minning. Morgunblaðið, 55. tbl., 139. tbl., bls. 18; Minnig: Sigurgeir Guðmundsson fv. skólastjóri (1984, 17. maí). Morgunblaðið, 71. árg., 111. tbl., bls. 40-41.
- 4Rósa Karen Borgþórsdóttir, Byggðasafni Hafnarfjarðar (2015, 10. apríl). Tölvupóstur.
Deila færslu
Síðast uppfært 26. apríl, 2024