Laufásvegur 12, Reykjavík, líklega skömmu áður en húsið var flutt. Ljósm.: Þjóðviljinn. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Mynd nr. ÞJV 918 924 4-1.jpg. Sótt 10. janúar 2024 af https://ljosmyndasafn.reykjavik.is/.
Laufásvegur 12, Reykjavík, líklega skömmu áður en húsið var flutt. Ljósm.: Þjóðviljinn. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Mynd nr. ÞJV 918 924 4-1.jpg. Sótt 10. janúar 2024 af https://ljosmyndasafn.reykjavik.is/.

Bergvegur 7, Keflavík

Heiti: Þyrnar
Byggingarár: 1897
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Ástráður Hannesson
Aðrir eigendur:
1966: Sigríður Einarsdóttir
Upphafleg staðsetning: Laufásvegur 12, Reykjavík
Flutt: 1965 á Bergveg 7, Keflavík (Reykjanesbæ)
Hvernig flutt: Í heilu lagi
Bergvegur 7 2

Húsið flutt eftir Vesturbraut í Keflavík 1965. Emil Páll Jónsson (2017, 3. nóvember). Sótt 14. febrúar 2023 af https://www.facebook.com/photo?fbid=10211921878374755&set=pcb.10154891919077213.

Bergvegur 7 3

Bergvegur 7 í Keflavík árið 2013. Emill Páll Jónsson (2017, 3. nóvember). Sótt 14. febrúar 2023 af https://www.facebook.com/photo?fbid=10211921877894743&set=pcb.10154891919077213.

Saga:

Í lok október 1897 var brunavirt hús á svokallaðri Skálholtslóð í Þingholtunum í Reykjavík, sem Ástráður Hannesson hafði byggt. Húsið var byggt af bindingi klætt borðum og pappa og járni þar yfir með járnþaki. Niðri í húsinu voru 3 herbergi auk eldhúss, allt þiljað og málað. Þar voru 2 ofnar og eldavél. Uppi á loftinu eru þrjú herbergi, öll þiljuð og máluð. Þar var einn ofn og eldavél. Kjallari með timburgólfi var undir öllu húsinu. Hann var hólfaður í fimm rými með milligerðum úr rimlum.1Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Aðf. 734. Brunavirðingar 1888-1900. Húsið fékk síðar númerið 12 við Laufásveg.

Þegar manntal var gert árið 1922 var Haraldur Hagan úrsmiður (1899-1946) nýlega fluttur í húsið ásamt Láréttu (1892-1941) konu hans, tveimur börnum þeirra, móður Haraldar og vinnukonu. Þá bjuggu hjónin Eiríkur Þorkelsson verkamaður (1859-1944) og Margrét Guðmundsdóttir (1854-1930) í risinu ásamt fósturdóttur þeirra. Haraldur bjó í húsinu þar til hann lést, en eftir fráfall hans fluttu afkomendur hans til Bandaríkjanna.2Borgarskjalasafn. Manntal í Reykjavík 1922. Sótt 17. október 2024 af https://www.borgarskjalasafn.is/static/files/Midlun/Manntol/M_1921-1930/1922/manntal-i-reykjavik-1922-3.-hluti.pdf; Guðrún Marie Jónsdóttir (2024, 12. október). Tölvupóstur.

Þegar fyrirhugað var að byggja stórhýsi á lóðinni númer 12 við Laufásveg var húsið flutt að Bergvegi 7 í Keflavík (nú Reykjanesbæ). Um flutninginn af lóðinni segir Sigurður Bergsveinsson:

Faðir minn, Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason, tók að sér að losa það af sökklinum og flytja til Keflavíkur. Ég vann við þetta með honum ásamt fleirum. Notaðir voru öflugir tjakkar við að losa húsið af sökklinum og síðan var það híft yfir á flutningabíl frá GG. Mikið bras var að mjaka flutningnum niður Skálholtsstíginn en eftir að niður á Fríkirkjuveg var komið var gatan greið.3Sigurður Bergsveinsson. Sótt 14. febrúar 2023 af Facebook.

Sigríður Árnadóttir virðist hafa átt húsið þegar það var flutt, a.m.k. gerir hún samning um leigu lóðarinnar árið 1966, en þá er húsið nefnt Þyrnar. Við Bergveg 7 stóð húsið lengi ófullgert en árið 1987 virðist húsið vera fullgert, en það ártal er skráð sem byggingarár í fasteignaskrá.4Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vefuppfletti fasteignaskrár. Bergvegur 7, Reykjanesbær.

 

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 17. október, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 17. október, 2024