Hús og heimafólk að Borgum um 1907. Tryggvi er lengst til vinstri og við hlið hans stendur kona hans, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Heimild: Ljósmyndasafn Eskifjarðar. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.facebook.com/photo/?fbid=686681781343173&set=a.686369378041080
Hús og heimafólk að Borgum um 1907. Tryggvi er lengst til vinstri og við hlið hans stendur kona hans, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Heimild: Ljósmyndasafn Eskifjarðar. Sótt 12. apríl 2024 af https://www.facebook.com/photo/?fbid=686681781343173&set=a.686369378041080

Baulhús, Eskifirði

Heiti: Borgir - Baulhús
Byggingarár: 1900
Horfið: ?
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Tryggvi Hallgrímsson póstur og Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Aðrir eigendur:
1916: Jón Kr. Jónsson
Upphafleg staðsetning: Borgir, Eskifirði
Flutt: 1909 að Baulhúsum, Eskifirði

Saga:

Hús þetta byggði Jón Magnússon snikkari á Eskifirði fyrir Tryggva Hallgrímsson póst um 1900, sem þá hafði nýhafið búskap á Borgum í Eskifirði. Borgir voru í Eskifjarðardal fyrir botni Eskifjarðar, sunnan Eskifjarðarár.1Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971). Sögurit Eskfirðinga I. bindi, bls. 106 og 190. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar.

Tryggvi var póstur milli Hornafjarðar og Eskifjarðar 1896-19032Eskja 1 (1971), bls. 107.

Tryggvi flutti húsið út að Baulhúsum árið 1909, „þegar hann varð að flýja Borgir vegna skriðufalla“.3Eskja 1 (1971), bls. 106. Þá féll mikil skriða úr Skriðugili ofan við bæinn, sem spillti túni. Þegar Tryggvi flutti að Baulhúsum höfðu þau verið í eyði frá 1845. Tryggvi bjó á Baulhúsum til ársins 1916. Þá tók síðasti ábúandinn við, Jón Kr. Jónsson skraddari við og bjó þar í eitt ár.4Hjörleifur Guttormsson (2005). Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Árbók Ferðafélag Íslands 2005, bls. 45. Reykjavík: Ferðafélag Íslands; Eskja 1 (1971), bls. 123. Baulhús eru við utanverðan Eskifjörð sunnanverðan.

 

Leitarorð: Eskifjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. apríl, 2024

Heimildaskrá

  • 1
    Eskja 1. Örnefni við Eskifjörð. Sögur og sagnir af örnefnasvæðinu (1971). Sögurit Eskfirðinga I. bindi, bls. 106 og 190. Einar Bragi Sigurðsson sá um útgáfuna. Eskifirði: Byggða­sögu­nefnd Eskifjarðar.
  • 2
    Eskja 1 (1971), bls. 107.
  • 3
    Eskja 1 (1971), bls. 106.
  • 4
    Hjörleifur Guttormsson (2005). Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Árbók Ferðafélag Íslands 2005, bls. 45. Reykjavík: Ferðafélag Íslands; Eskja 1 (1971), bls. 123.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 12. apríl, 2024