Bankastræti 7, árið 1895. Ljósm.: Daníel Benedikt Daníelsson. Sarpur. Mynd nr. SEy-249. Sótt 1. nóvember 2023 af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=714645.
Bankastræti 7, árið 1895. Ljósm.: Daníel Benedikt Daníelsson. Sarpur. Mynd nr. SEy-249. Sótt 1. nóvember 2023 af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=714645.

Bankastræti 7, Reykjavík

Heiti: Amtmannshúsið – Thorbergs-hús
Byggingarár: 1867
Rifið: <1930
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Bergur Thorberg amtmaður
Aðrir eigendur:
1886: Helgi Hálfdanarson
1894: Jón Helgason
Upphafleg staðsetning: Aðalgata, Stykkishólmi
Flutt: 1873 að Bankastræti 7, Reykjavík
Bankastræti 7-1

Bankastræti 7 er bak við mylluna í Bankastræti, árið 1885. Ljósm.: Sigfús Eymundsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Mynd nr. 2001 21 1.jpg. Sótt 1. nóvember 2023 af https://ljosmyndasafn.reykjavik.is/.

Bankastræti 7-3

Fólk á hestum fyrir framan Bankastræti 7 á árunum 189-1900. Ljósm.: Sigfús Eymundsson. Sarpur.is. Mynd nr. Lpr/2014-80. Sótt 1. nóvember 2023 af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1516323.

Saga:

Bergur Thorberg (1829-1886) varð amtmaður Vesturamts 1866. Þá flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Þórðardóttur til Stykkishólms. Hann pantaði tilhöggvið bindingsverkshús frá Noregi. Húsið kom með skipi til Stykkishólms sumarið 1867 og var reist þá um sumarið. Byggingu hússins annaðist danskur smiður sem kom hingað til lands gagngert til að vinna það verk. Húsið var reist skammt frá þeim stað sem Egilshús stendur nú, en það er númer 2 við Aðalgötu. Frú Sesselíu auðnaðist þó ekki að sjá hús sitt fullgert, því hún andaðist af barnsförum 25. janúar 1868.1Ásgeir Ásgeirsson (1997). Saga Stykkishólms II. Miðstöð Vesturlands. Saga Stykkishólms 1845-1892, bls. 56-63. Stykkishólmi: Stykkishólmsbær; Íslenska alfræðiorðabókin (1990), A-G, bls. 145. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstjórar). Reykjavík: Örn og Örlygur; Bragi S. Jósepsson (2004). Hús og vatnsbrunnar í Stykkishólmi á fyrri hluta 20. aldar, bls. 35. [Stykkishólmur:] Mostrarskegg; Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar (1976), bls. 98. Þór Magnússon valdi myndirnar og samdi myndatexta. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Þegar breyting varð á embættismannakerfi landsins 1871 voru Suður- og Vesturömtin sameinuð og Bergur var skipaður amtmaður yfir báðum. Þá fluttist amtmannssetrið til Reykjavíkur og Bergur flutti alfarinn úr Stykkishólmi árið 1873.2r Ásgeirsson (1997), bls. 62. „Hús sitt flutti hann með sér og setti niður við Bakarabrekku í Reykjavík og hét þar síðar Bankastræti 7.“3Ásgeir Ásgeirsson (1997), bls. 62. „Þótti Thorbergs-hús prýðilegast húsa á þeim tímum.“4Jón Helgason (1937). Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936, bls. 57. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.

Theodora Thoroddsen minnist hússins frá barnæsku sinni í Stykkishólmi. Henni segist svo frá:

Finnst víst engum til um stærð þess [í Reykjavík], en þegar eg sá það fyrst í Stykkishólmi og kom þar inn í stofurnar, sem fóðraðar voru með rósóttum pappír og með hvítum tjöldum fyrir gluggum, og virti fyrir mér allt skrautið, sem þar var, stóran spegil, logagyllta klukku með glerhjálmi yfir, og margt fleira, sem eg hafði aldrei augum litið, þá kom mér í hug, að svona hefðu þær líklega verið skemmurnar, sem byggðar voru handa kóngsdætrunum í æfintýrum Jóns Árnasonar.5Theodora Thoroddsen (1936). Kaupstaðarferð. bls. 195. Skírnir. Tímarit Hins íslenzka bókmennta¬félags, CX. árg., bls. 191-198.

„Árið 1882 var [Bergur] settur landshöfðingi og skipaður í það embætti tveimur árum síðar.“6Ásgeir Ásgeirsson (1997), bls. 62. Eftir lát Bergs árið 1886 eignaðist Helgi Hálfdanarson, forstöðumaður Prestaskólans, húsið. Eftir hans dag 1894 varð sonur hans, Jón Helgason, prestaskólakennari og síðar biskup, eigandi þess.7Páll Líndal (1986-1991), 1. bindi, bls. 78 Páll Líndal (1986-1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. 1 bindi, bls. 78. Reykjavík: Örn og Örlygur; Íslenska alfræðiorðabókin (1990), H-O, bls. 50. „Dr. Jón var manna fróðastur um sögu Reykjavíkur og skrifaði meðal annars ‘Árbækur Reykjavíkur 1786-1936’. Hann gerði einnig fjölda teikninga og málverka, einkum frá Reykja­vík.“8Páll Líndal (1986-1991), 1. bindi, bls. 78. Eftir að Jón flutti úr húsinu 1908 var lengst af verslun í húsinu (Málarinn).9Jón Helgason (1937), bls. 57.

Húsið var rifið áður en hús Samvinnubankans var reist á lóðinni um 1930.10Páll Líndal (1986-1991), 1. bindi, bls. 78; Fasteignaskrá Íslands (ódags.). Bankastræti 7, Reykjavík.

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023

Heimildaskrá

  • 1
    Ásgeir Ásgeirsson (1997). Saga Stykkishólms II. Miðstöð Vesturlands. Saga Stykkishólms 1845-1892, bls. 56-63. Stykkishólmi: Stykkishólmsbær; Íslenska alfræðiorðabókin (1990), A-G, bls. 145. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstjórar). Reykjavík: Örn og Örlygur; Bragi S. Jósepsson (2004). Hús og vatnsbrunnar í Stykkishólmi á fyrri hluta 20. aldar, bls. 35. [Stykkishólmur:] Mostrarskegg; Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar (1976), bls. 98. Þór Magnússon valdi myndirnar og samdi myndatexta. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
  • 2
    r Ásgeirsson (1997), bls. 62.
  • 3
    Ásgeir Ásgeirsson (1997), bls. 62.
  • 4
    Jón Helgason (1937). Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936, bls. 57. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • 5
    Theodora Thoroddsen (1936). Kaupstaðarferð. bls. 195. Skírnir. Tímarit Hins íslenzka bókmennta¬félags, CX. árg., bls. 191-198.
  • 6
    Ásgeir Ásgeirsson (1997), bls. 62.
  • 7
    Páll Líndal (1986-1991), 1. bindi, bls. 78 Páll Líndal (1986-1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. 1 bindi, bls. 78. Reykjavík: Örn og Örlygur; Íslenska alfræðiorðabókin (1990), H-O, bls. 50.
  • 8
    Páll Líndal (1986-1991), 1. bindi, bls. 78.
  • 9
    Jón Helgason (1937), bls. 57.
  • 10
    Páll Líndal (1986-1991), 1. bindi, bls. 78; Fasteignaskrá Íslands (ódags.). Bankastræti 7, Reykjavík.

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 13. desember, 2023