Tangagata 28, Ísafirði. Heimild: Bragi Bergsson, Herborg Árnadóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (2022). Ísafjörður – Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Eyrinni, ekkert bls.tal.
Tangagata 28, Ísafirði. Heimild: Bragi Bergsson, Herborg Árnadóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (2022). Ísafjörður – Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Eyrinni, ekkert bls.tal.

Austurvegur 15, Ísafirði

Heiti: Hús Jóns Þórólfssonar
Byggingarár: 1902
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: ?
Aðrir eigendur:
? : Jón A. Þórólfsson og Guðbjörg Gísladóttir
? : Daníel Kristjánsson
1958: Ísafjarðarbær
1958: Guðmundur og Magnús Bjarnasynir
Upphafleg staðsetning: Tangagötu 28, Ísafirði
Flutt: 1958 að Austurvegi 15, Ísafirði

Saga:

Í mars 1958 seldi Daníel Kristjánsson (1910 -1995) húsasmíðameistari Ísafjarðarbæ húseign sína við Tangagötu 28 á Ísafirði. Bærinn átti þó húseignina í mjög skamman tíma því hún var seld bræðrunum Guðmundi Bjarnasyni (1808-1967), lengst af húsverði í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, og Magnúsi Bjarnasyni (1905-1961), línumanni hjá Rafveitu Ísafjarðar, með því skilyrði að flytja húsið á sinn kostnað og hafa lokið því eigi síðar en í októberlok 1960. Sama ár fengu þeir leyfi til að færa húsið á lóðina Austurveg 15, Ísafirði. Færa þurfti húsið því til stóð að lengja Austurveg til austurs að Sundstræti og stóð húsið í vegstæðinu.1Bragi Bergsson, Herborg Árnadóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir (2022). Ísafjörður – Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Eyrinni, ekkert bls.tal; Frá bæjarstjórn (1958, 5. mars). Baldur, 24. árg., 3.-4. tbl., bls. 6; Björgvin Sighvatsson (1968, 13. janúar). Minningarorð: Guðmundur Bjarnason. Skutull, 46. árg., 1.-2. tbl., bls. 3;  Andlátsfregnir (1961, 11. mars). Skutull, 39. árg., 2. tbl., bls. 2.

Ekki liggur fyrir hver byggði húsið, en vitað er að Jón A. Þórólfsson (1871-1933), bátasmiður og síðar kaupmaður, bjó í því árið 1914 með eiginkonu sinni, Guðbjörgu Gísladóttur (1878-1972) og 4 börnum. Auk þess bjuggu þar fimm aðrir í tveimur fjölskyldum.2Héraðsskjalasafnið Ísafirði. Ísafjarðarkaupstaður – manntalsbók 1914. Sótt 8. nóvember 2024 af https://www.safnis.is/upload/files/Manntalsb%C3%B3k%201914.pdf. Jón rak útgerðar- og málningarvöruverslun í húsinu um skeið.3Jón A. Þorólfsson (1923, 3. ágúst). Skutull, 1. árg., 4. tbl., bls. 4.

 

Leitarorð: Ísafjörður

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 9. nóvember, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 9. nóvember, 2024