Litli Hali, Bræðraborgarstígur 5 í Reykjavík er lágreista húsið á miðri myndinni. Ljósm. Sigurður Guðmundsson. Sarpur.is. Númer SiG3-6674. Sótt 1. mars. 2023 af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=705012
Litli Hali, Bræðraborgarstígur 5 í Reykjavík er lágreista húsið á miðri myndinni. Ljósm. Sigurður Guðmundsson. Sarpur.is. Númer SiG3-6674. Sótt 1. mars. 2023 af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=705012

Auðbrekka 29, Kópavogi

Heiti: Litli Hali - Ásukofi - Slotið - Óðalið
Byggingarár: 1896
Rifið: ≈ 1990
Upphafleg notkun: Íbúðarhús
Fyrsti eigandi: Jón Gíslason
Aðrir eigendur:
? - 1946: Guðmundur Rósinkar Magnússon
1946: Sigurbjörg Júlía Jónsdóttir
Upphafleg staðsetning: Bræðraborgarstígur 5, Reykjavík
Fyrst flutt: 1946 á Ránargötu 42, Reykjavík
Flutt: 1946 að Auðbrekku 29 (áður Nýbýlavegur 12) í Kópavogi
forsida-5

Litli Hali undirbúinn til flutnings 1946. Ljósm.: Karl Christian Nielsen. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Mynd KAN 001 024-2-1.jpg. Sótt 1. mars 2023 af https://ljosmyndasafn.reykjavik.is/.

Auðbrekka 29 3

Auðbrekka 29, Kópavogi. Ljósm. Bragi Kristinn Guðmundsson. Dóra Ósk Bragadóttir (2021, 14. febrúar). Gamlar ljósmyndir. Sótt 1. mars 2023 af https://www.facebook.com/groups/149822718489181.

Saga:

Í myndatexta á Sarpi.is með fyrstu myndinni hér að ofan segir Dóra Ósk Bragadóttir:

Fyrir miðju myndarinnar er húsið Litli Hali sem stóð á lóð Bræðraborgarstígs 5 fram til ársins 1946 þegar föðurafi minn Guðmundur Rósinkar Magnússon (Gvendur í Fjólu) byggði húsið sem nú stendur á lóðinni. Gamla húsið var flutt á lóð Ránargötu 42 til íbúðar á meðan nýja húsið var byggt og stóð þar á tunnum. Það var svo selt og flutt að Nýbýlavegi 12 í Kópavogi sem upphaflega hét Fossvogsblettur 37-88. Kaupandinn sem var ljósmóðir byggði svo húsið Auðbrekka 29 við hlið gamla hússins og stóðu þau í um það bil 4 áratugi hlið við hlið þar.1Sarpur.is. Númer SiG3-6674. Sótt 1. mars. 2023 af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=705012

Þegar þessi steinbær var fyrst virtur 11. nóvember 1896 var húsið í eigu Jóns Gíslasonar. Bærinn var byggður með steinveggjum og timburstöfnum, klæddum með járn og með járnþaki á súð með pappa á milli. Í honum voru 2 herbergi auk eldhúss, allt þiljað og málað. Þar voru tvær eldavélar. Kjallari var undir öllu húsinu.2Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Aðf. 734. Brunabótavirðingar 1888-1900. Sótt 5. desember 2023 af https://www.borgarskjalasafn.is/is/midlun/brunavirdingar-husa-i-reykjavik-1811-1981/brunavirdingar-1811-1953.

Þegar bærinn var virtur 1. apríl 1942 var búið að endurbæta hann verulega og kjallaranum mikið breytt. Í honum voru nú þvottaherbergi, baðherbergi, miðstöðvarherbergi, tvö geymsluherbergi og gangur. Auk þess hafði verið byggður inngönguskúr við húsið. Nú var eigandi bæjarins skráður Guðmundur R. Magnússon (1897-1968).3Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Aðf. 747. Brunabótavirðingar 1937-1942.

Þegar Guðmundur (Gvendur í Fjólu) bjó sig undir að byggja nýtt hús á lóðinni árið 1946 var gamla húsinu lyft af kjallarnum, grjótinu rutt frá og húsið flutt á auða lóð við Ránargötu 42 þar sem það stóð á tunnum. Líklega hefur inngönguskúrinn ekki verið fluttur með húsinu heldur hafi hann verið notaður sem vinnuskúr á gamla staðnum. Þegar nýja húsið var tilbúið auglýsti Guðmundur það gamla til sölu og flutnings ásamt viðbyggingunni. Sigurbjörg Jónsdóttir (1904-1981) ljósmóðir keypti húsið og flutti það að Nýbýlaveg í Kópavogi, sem síðar varð Auðbrekka 29, árið 1946.4Dóra Ósk Bragadóttir (2021, 14. febrúar). Gamlar ljósmyndir. Sótt 1. mars 2023 af https://www.facebook.com/groups/149822718489181.

Talið er að Kópavogsbær hafi látið rífa húsið um 1990, en þá hafði það látið mikið á sjá og umgengnin hafði ekki alltaf verið sem skyldi. Undir það síðasta gekk húsið undir ýmsum nöfnum, Ásukofi eftir konu sem í því bjó á tímabili, Slotið eða Óðalið.5Gamlar ljósmyndir. Sótt 1. mars 2023 af https://www.facebook.com/groups/149822718489181.

 

Leitarorð: Ránargata – Kópavogur

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 7. febrúar, 2024

Heimildaskrá

Deila færslu

Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 7. febrúar, 2024