Ægissíða, Skagaströnd
Hjónin Sigurður Júlíusson og Guðbjörg Guðjónsdóttir, sem byggðu Ægissíðu í Kálfshamarsvík. Ljósmyndasafn Skagastrandar. Sótt 28. janúar 2024 af https://ljosmyndasafn.skagastrond.is.
Á vef Ljósmyndasafns Skagastrandar segir um þessa mynd: „Guðmundur Guðnason eða Mundi póstur (d. 21.11.1988) með einkennishúfuna og reiðhjólið sem fylgdi starfi hans sem bæjarpóstur á Skagaströnd. Hér er Mundi fyrir utan heimili sitt Ægissíðu þar sem hann bjó með foreldrum sínum meðan þau lifðu.“ Ljósm.: Adolf H. Berndsen. Sótt 28. janúar 2024 af https://ljosmyndasafn.skagastrond.is/.
Saga:
Í upphafi 20. aldar myndaðist svolítill vísir að þorpi í Kálfshamarsvík, sem er á Skaga í Húnavatnssýslu, um 23 km fyrir norðan Skagaströnd. Fyrsta húsið var líklega byggt þar árið 1903 eða 1904 og um 1930 voru 151 búsett í víkinni. Í Kálfshamarsvík var góð hafnaraðstaða frá náttúrunnar hendi og stutt á gjöful fiskimið. Um og upp úr 1930 fór fiskur að tregast í Húnaflóa og fiskverð lækkaði í kjölfar heimskreppunnar. Þá hafði svo fámenn byggð ekki bolmagn til að aðlagast breyttum atvinnuháttum og kaupa stærri báta og reisa frystihús. Því fækkaði fólkinu í Kálfshamarsvík smátt og smátt þar til veturinn 1947-1948 að síðustu íbúarnir fluttu burt. Einnig má segja að bygging frystihúsa á Skagaströnd 1938 og 1944 hafi veikt mjög undirstöður búsetu í víkinni. Í þorpinu í Kálfshamarsvík voru tvær bryggjur, fiskverkunarhús, salthús, verbúðir, verslun, samkomuhús sem málfundafélagið byggði og jafnframt var skóli auk íbúðarhúsa, sem mest voru um 14 talsins, en flest voru þau byggð á gamalkunnan íslenskan hátt með veggjum úr torfi og grjóti og þiljum og stöfnum úr timbri. Þegar íbúarnir fluttu burt fóru hús þessi ýmist í eyði, voru rifin eða þau flutt burtu.1Bjarni Th. Guðmundsson (1982). Byggð á Kálfshamarsnesi og næsta nágrenni. Húnavaka, 22. ár, bls. 32-44; Magnús B. Jónsson (2010, 19. apríl). Tölvupóstur; Jón Torfason (2007), bls. 197-199 Jón Torfason (2007). Húnaþing eystra frá jöklum til ystu stranda, bls. 197-199. Árbók Ferðafélags Íslands 2007. Reykjavík: Ferðafélag Íslands; En þar er nú allt í auðn. Rætt við Friðgeir Eiríksson bónda á Sviðningi um þorpið í Kálfshamarsvík (1968, 15. ágúst). Alþýðublaðið, 49. árg., 157. tbl., bls. 8-9 og 12; Þorpið sem hvarf. Gengið um Kálfshamarsvík á Skaga með Friðgeiri Eiríkssyni, vitaverði og bónda á Sviðningi, og rifjað upp mannlíf sem var (1983, 20. september). Þjóðviljinn, 48. árg., 212. tbl., bls. 8; Kristján Sveinsson (1990). Byggð í Nesjum 1880-1940. Upphaf, þróun og endalok byggðar á Kálfshamarsnesi, bls. 32. Óbirt lokaritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands; Bjarni Guðmarsson (1989). Byggðin undir Borginni. Saga Skagastrandar og Höfðahrepps, bls. 219. Akureyri: Höfðahreppur.
Sigurður Júlíusson byggði Ægissíðu um 1924, var það torfbær með timburgafli að sunnan og timburhlið. Stóð það hús á grunni Steinholts Rögnvalds Jónssonar, … Eftir um áratug reif hann Ægissíðu og flutti timbrið til Skagastrandar og endurbyggði bæinn þar.2Bjarni Th. Guðmundsson (1982), bls. 39.
Ægissíða stóð við Höfðann (Spákonufellshöfða), austan Skagavegar, gegnt bænum Laufási.3Guðbjörg Kristinsdóttir (2024, 24. janúar). Skilaboð á Facebook.
Í manntali, sem tekið var í desember 1930, kemur fram að Sigurður (1888-1980) bjó í Ægissíðu ásamt konu sinni Guðbjörgu Guðjónsdóttur (1892-1965) og tveimur börnum. Er Sigurður talinn hafa verið einn mesti aflamaður og sjósóknari í Kálfshamarsvík.4Bjarni Th. Guðmundsson (1982), bls. 40; Magnús B. Jónsson (2010, 19. apríl).
Þegar Guðbjörg og Sigurður fluttu úr húsinu, líklega árið 1943, keyptu hjónin Björn Jóhannesson og Ragnheiður Jónsdóttir húsið og bjuggu í því til 1948. Eftir það bjuggu Guðni Sveinsson (1885-1971) og Klemensína Klemensdóttir (1885-1966) í húsinu, en líklega var það Pálmi (1915-1994) sonur þeirra sem keypti húsið af þeim Birni og Ragnheiði. Lengst af bjó Guðmundur (1923-1988) ljósmyndari og póstur, bróðir Pálma, einnig í húsinu með foreldrum sínum.5Ljósmyndasafn Skagastrandar. Sótt 7. mars 2023 af https://ljosmyndasafn.skagastrond.is/
Ægissíða var rifin um 1985.6Magnús B. Jónsson (2010, 19. apríl).
Höfundur: Guðlaug Vilbogadóttir.
Síðast uppfært 28. janúar, 2024
Heimildaskrá
- 1Bjarni Th. Guðmundsson (1982). Byggð á Kálfshamarsnesi og næsta nágrenni. Húnavaka, 22. ár, bls. 32-44; Magnús B. Jónsson (2010, 19. apríl). Tölvupóstur; Jón Torfason (2007), bls. 197-199 Jón Torfason (2007). Húnaþing eystra frá jöklum til ystu stranda, bls. 197-199. Árbók Ferðafélags Íslands 2007. Reykjavík: Ferðafélag Íslands; En þar er nú allt í auðn. Rætt við Friðgeir Eiríksson bónda á Sviðningi um þorpið í Kálfshamarsvík (1968, 15. ágúst). Alþýðublaðið, 49. árg., 157. tbl., bls. 8-9 og 12; Þorpið sem hvarf. Gengið um Kálfshamarsvík á Skaga með Friðgeiri Eiríkssyni, vitaverði og bónda á Sviðningi, og rifjað upp mannlíf sem var (1983, 20. september). Þjóðviljinn, 48. árg., 212. tbl., bls. 8; Kristján Sveinsson (1990). Byggð í Nesjum 1880-1940. Upphaf, þróun og endalok byggðar á Kálfshamarsnesi, bls. 32. Óbirt lokaritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands; Bjarni Guðmarsson (1989). Byggðin undir Borginni. Saga Skagastrandar og Höfðahrepps, bls. 219. Akureyri: Höfðahreppur.
- 2Bjarni Th. Guðmundsson (1982), bls. 39.
- 3Guðbjörg Kristinsdóttir (2024, 24. janúar). Skilaboð á Facebook.
- 4Bjarni Th. Guðmundsson (1982), bls. 40; Magnús B. Jónsson (2010, 19. apríl).
- 5Ljósmyndasafn Skagastrandar. Sótt 7. mars 2023 af https://ljosmyndasafn.skagastrond.is/
- 6Magnús B. Jónsson (2010, 19. apríl).
Deila færslu
Síðast uppfært 28. janúar, 2024